13.12.2023 | 00:29
Af Tucker módeli ´48 með vélina í skottinu ...
Árið 1948 kynnti snillingur að nafni Preston Tucker [1903-1956] glæsibifreið sem var kölluð var Tucker-stormveipur Tucker Torpedo eða Tucker ´48 eins og hún var á endanum kölluð. Bílaiðnaðurinn hafði í stríðinu verið ríkisvæddur gegn Þjóðverjum og Japönum. Hergögn stærri en veröldin hafði áður séð voru smíðuð; Willys jeppar, trukkar og skriðdrekar. Bílaiðnaðurinn í Detroit Michigan hafði ekki framleitt bíla fyrir almenning frá 1941 og eftir stríð var kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum. Eða svo hélt Preston Tucker sem í lok stríðsins var með byltingarkenndar hugmyndir sem bílasmiður. Bíll hans heillaði Ameríku eftir stríð. Þetta var litli maðurinn gegn risum Detroit með Washington og Wall Street á bak við sig.
94% TUCKER-BÍLAR ENN TIL
Stormsveipur Tuckers var með vél í skottinu líkt og Volkswagen minn í gamla daga nema bíll Tuckers var ótrúlega glæsilegur upp á ameríska vísu. Tucker kynnti hugmyndir sínar fyrir fjölmiðlum sem heilluðust af nýja bílnum. Ameríka hélt ekki vatni yfir glæsileika Tucker ´48. Á skömmum tíma safnaði Tucker 15 milljón dollurum sem voru miklir peningar í den. Aðalljós snérust í beygju og Tucker vildi setja bílbelti í bíla sína en það þótti of mikil framúrstefna. Fleira mætti svo sem nefna og þið vonandi gerið. Tucker fékk til liðs við sig hönnuði og væntingar jukust. Fimmtíu og ein bifreið var smíðuð og af þeim eru 48 fornbílar í dag. Hugsið ykkur. 94% smíðaðra bíla eru ennþá til! Tucker fornbíll selst á yfir 400 milljónir króna. Árið 1988 gerði Francis Ford Coppola kvikmyndina Tucker; Maðurinn og draumur hans. Ford Coppola átti sjálfur Tucker fornbíl. Snillingurinn Jeff Bridges lék Carter Tucker.
WASHINGTON SETTI Á SIG BOXHANSKA
Í stríðinu höfðu Ford, General Motors og Chrysler myndað banvænt ástarsamband við Washington. Ríkiskrumlan mætti, ásakanir komu fram og rannsóknir fóru í gang um að Tucker hefði blekkt fjárfesta, bíllinn væri drasl. Fjölmiðlar fóru á eftir honum og veröld frumkvöðulsins hrundi. Tucker lést 1956 fimmtíu og þriggja ára. Tucker var ákærður og sýknaður af kviðdómi en draumurinn var orðinn martröð. Washington hafði sett á sig boxhanska. Þið sjáið þessa útgáfu ekki á Wikipedia þar sem flestu er logið en þetta er nokkurn veginn útgáfa Coppola fyrir 35 árum og þeirra sem hafa lagt á sig að rannsaka sögu Tucker. Þetta er ekki ósvipað sögu líklega mesta frumkvöðuls sögunnar, Nikola Tesla sem var hálfri öld á undan Tucker, fæddur 1856 og fannst látinn einstæðingur á hótelherbergi 1943. FBI lagði hald á öll skjöl og gögn Tesla, til þeirra hefur ekki spurst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)