Gagnsemi talin vafasöm á síðari árum ...

Kunnasti læknir okkar í Svíþjóð bendir landlækni á í umsögn sinni um styttingu viðbeins sem hann kallar sníða af viðbeini: „Gagnsemi þessarar aðgerðar hefur á síðari árum verið talin vafasöm.“ Hann nefnir rannsóknir en sérstaklega stóra norska rannsókn sem leiði í ljós vafasemi þessara aðgerða. Í Orkuhúsinu er sagað af viðbeini fólks. Þeir í Orkuhúsinu segjast vita af hinni norsku rannsókn en hún breyti ekki þeirra afstöðu. Í umsögninni frá Svíþjóð er aðgerðin talin tæknilega rétt framkvæmd þó ekki hafi fengist jákvæð niðurstaða. Hann nefnir vanrækslu í fimm liðum og ámælisverða framgöngu við sjúkdómsgreiningu. Sjúkraskrár séu mótsagnakenndar. „Hvergi hægt að sjá að sjúklingur hljóti nákvæmar upplýsingar hvað varðar aðgerð...“.

 

Ári áður hafði ég verið greindur með dystoniu á Borgarspítalanum; vöðvabólgu sem myndaði tog í hálsi. Þá var borin undir mig botexmeðferð. Ég synjaði í fyrstu en prófaði að lokum einu sinni. Fór svo í Orkuhúsið. Ég var þeirrar trúar að til stæði að skafa axlarhyrnu. Mér fannst það ágæt hugmynd. Að láta sér detta í hug að ég hefði samþykkt afsögun viðbeins er firra. Umsagnarlæknir telur ámælisvert hvernig staðið var að sjúkdómsgreiningu, þá séu sjúkraskrár stuttar, á köflum mótsagnakenndar, ritar hann. Landlæknir í einu og öllu í liði Orkuhússins.

 

EKKI STYGGÐARYRÐI FRÁ MÉR

Aðgerðin var gerð 12. október 2016. Aldrei fór styggðaryrði frá mér til læknis Orkuhússins enda bar ég á þessum tíma fullt traust til lækna. Í janúar 2017 ef minni bregst ekki las sjúkraþjálfari Orkuhússins upp fyrir mér lýsingu á aðgerðinni, þar sem fram kom að sagað hafði verið af viðbeini mínu; „...tek rétt um 1 cm af viðbeinsendanum.“ Þetta var sumsé orðin að líkamsbreytandi aðgerð. Mér var brugðið, fór til læknisins og skýrði honum frá. „Þú hefur opnað Pandórubox mitt,“ sagði ég. Læknirinn hristi höfuð. Hann útilokaði að tog í hálsi væri út frá vinstri öxl. Hver var ég að efast um það? Það var jafnan gott samband milli okkar. Við ræddum trúmál og ég lagði til við hann að taka á móti Jesú. Hann bað mig um að hjálpa sér að komast í samband við Davíð Oddsson. Það var auðsótt mál. Eitt sinn kom læknirinn úr aðgerð á skurðstofu. Ég var þá að segja honum að mér versnaði, togið í hálsi væri mér stöðugt erfiðara. Svona gekk þetta.

 

ORKUHÚSIÐ: BULL & ÓSANNINDI

Áfram versnaði mér, og fór fram á röntgen-rannsókn sem fram fór 10. janúar 2018. Ekkert að sjá, sagði læknirinn. Það var ósatt og ég leyndur upplýsingum; „...stór fullþykktar rifa í supraspinatus sininni og virðist sem maður sjái sinina um 2sm frá festunni.“  Hann hlýtur að hafa verið kominn með vonda samvisku úr því hann leyndi mig þessum upplýsingum. Það þarf mikið til að rífa sinina frá festum og tæta, ekki satt? Haustið 2018 heyrði ég í lögmanni vini mínum. Mér var umsvifalaust vísað af sjúkraskrá Orkuhússins af því ég hafði brugðist trausti! Orkuhúsið vissi af rifinni og slitinni sin, ég ekki.

 

Síðasta dag janúar 2019 var kvörtun lögð fyrir landlækni vegna aðgangsharðari aðgerðar  sem ekki hefði verið veitti samþykki fyrir. Álitaefni landlæknis á fagmáli opin aðgerð eða með liðspegli. Ég vissi að sagað hafði verið af viðbeini en ekki að meginsin axlar væri rifin og slitin frá festum. Fyrir landlækni kvað læknir Orkuhússins: „...öxl ok ... degenerative [hrörnunar]rifa ... lagað axlareinkennin.“ Ég hef ekki sofið á vinstri hlið í sjö ár. Hvað er hægt að segja? Orkuhúsið rægði mig fyrir landlækni; bull og ósannindi Halls Hallssonar. Eitthvað mikið hlýtur að liggja að baki þessum luktu dyrum. Það er vont en versnar. Meira síðar.


Bloggfærslur 26. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband