Læknamistök: þrjár kynslóðir ...

Eftir að sjúkraþjálfari hafði lesið læknaskýrslu mína fyrir bráðum sjö árum og upplýst mig um að sagað hefði verið sentimeter af vinstra viðbeini, sagði ég að mitt pandórubox hefði verið opnað og ormum hleypt út. Ég hef velt vöngum hvers vegna aðgerðin fór svona illa í mig. Auðvitað blasa við beinbrot úr bernsku, ég er greindur sem lokað loft í hálsi. En fleira kemur til. Ég velti líka upp lófakreppu; dupuytren sem hefur leikið ætt mína grátt. Ég hef rakið lófakreppu 200 ár aftur í tímann norður í land. Lófakreppa á til að leggjast víðar um líkama og mig grunar að hún sé valdur að tíðum sorglegum skyndidauða í ætt minni. 

Ég er þriðja kynslóð sem fer illa út úr opnum skurðaðgerðum. Ég hef ég oft gengið til svefns í óvissu um að vakna að morgni. Faðir minn Hallur Símonarson hsím blaðamaður lést viku eftir magaaðgerð á Borgarspítalanum árið 2001. Mér fyrir hönd ættingja var synjað um krufningsskýrslu. Læknir á réttarmeinadeild á Barónsstíg kvað hinn látna þann eina sem fengi skýrsluna í hendur, sumsé hsím. Sagt er frá þessu í Váfugli. Krufningsskýrslan er leyniplagg. Læknir las upphátt að pabbi hefði dáið af völdum heilablóðfalls. Svo var fælnum lokað. Ég var með pabba tveimur tímum fyrir áfallið sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hafði verið ferskur til huga á sama aldri og ég nú, byrjað að spila bridge á ný og farið á kostum, snillingur sem  hann var.

Afi minn Símon Sveinbjarnarson skipstjóri lést líka nokkrum dögum eftir magaaðgerð liðlega fimmtugur að aldri 1935 á Landakoti. Ættingjar fengu ekki krufningsskýrsluna þá fremur en nú en var sagt að Símon afi hefði hefði látist af völdum lungnabólgu. Raunar hófst rannsókn á tíðum skyndidauða í ættinni eftir lát pabba 2001. Við vorum kölluð til rannsókna, en við vitum ekki meir.

 

LÓFAKREPPA: DUPUYTREN

Lítið er vitað um lófakreppu; dupuytren en líklega eru 10% íslenskra karla með þennan sjúkdóm ef marka má norskar rannsóknir, mun fleiri karlar en konur; hsím var með svæsna lófakreppu. Sjálfsagt ekki bara í lófum. Ég er þjáður í axlar-, háls- og hryggjarliðum. Eftir að ég hafði rætt við vin minn lögmann var mér vísað af sjúkraskrá Orkuhússins með sundurtætta meginsin axlar. Málinu var vísað til Landlæknis sem auðvitað sló skjaldborg um kollega sína í Orkuhúsinu. Eftirlit Landlæknis er verra en ekkert eftirlit. Landlæknir gerir ekkert með tvær rannsóknir sem staðfesta að supraspinatus-sinin er sundurtætt með undirliggjandi afsagað viðbein, þá fyrri í janúar 2018 í Orkuhúsinu og seinni mars 2021 í Domus. Bara alls ekki neitt.


Bloggfærslur 20. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband