Færsluflokkur: Bloggar

Hver telur Ísland lýðræðisríki ...

Hver telur Ísland lýðræðisríki ... Já eða Nei.

Okkur er sagt að 25 þúsund utankjörfundaratkvæði séu í húsi. Okkur er sagt að verið sé að “rannsaka og forvinna atkvæði.“ Það sé hvorki meira né minna en 700 manna teymi sem "...er skipulagt eins og her. Þetta er fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir oddviti kjörstjórnar. Eva Bryndís LMG lögmönnum, spillltasti lögmaður landsins er oddviti til að forvinna atkvæði. Þetta er ekki hægt að skálda. Á árum áður voru kjörkassar utankjörfundaratkvæða opnaðir síðast af öllum. Nú er allt undir kontról hjá elítunni og atkvæði “rannsóknar og forunnin“ af innvígðum og innmúruðum hersveitum ráðhússins.

 

EVA HLIÐVÖRÐUR

Eva Bryndís Helgadóttir hjá LMG lögmönnum er hliðvörður Vg, sérstakur hliðvörður Katrínar Jakobsdóttur í “Fósturvísamálinu.“ Eva Bryndís sér um að rógbera, ofsækja og siga ákæruvaldi LRH, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, á hjónin Gunnar Árnason og Hlédísi Sveinsdóttur. Hún sér um að koma í veg fyrir að óbreyttir borgarar nái fram réttlæti og um tugur barna fái þekkt uppruna sinn. Eva Bryndís er á bak við kærur á hendur mér, Halli Hallssyni. Lögreglan í Hafnarfirði sendi sveit norður yfir heiðar til þess að yfirheyra karlinn sem sakaður er um hegningarlagabrot fyrir “umsáturs-einelti“. Lagagrein þessari er beitt í fyrsta sinn gegn íslenskum blaðamanni, líklega vestrænum blaðamanni. Mér er neitað um málsgögn. Sakarefni er á bak við luktar dyr. Um málið er ofinn leyndarhjúpur.

 

THORODDSEN & THORODDSEN

Virðulegt ættarnafn lögreglumanns var gert að leyndarmáli við yfirheyrslu. Grímur Thor Bollason er Thoroddsen í þjóðskrá náfrændi Katrínu Jakobsdóttur Thoroddsen. Svona vinnur kerfið. Eva Bryndís var kölluð “slitadrottningin“ eftir Hrun, fékk eiginmann sinn í Arctica Finance til að selja þrotabú Byrs sem eitt sinn voru sparisjóðir vélstjóra, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Norðlendinga. Eva Bryndís kann til verka. Hún skellti Byr á koddann.

 

GALLUP HLAUPATÍK

Gallup mælir Kötu Jakobs, Höllu Hrund og Höllu Tómasar nánast saman á marklínu. Stjórnarformaður Gallup er kosningastjóri Katrínar Jakobsdóttur, Huginn Freyr Þorsteinsson var áður hlaupastrákur Steingríms J. Sigfússonar. Þetta finnst Katrínu bara í lagi. Allt undir kontról hjá elítunni. Gallup og fjölmiðlarnir stilla strengina. Okkur er sagt að Ísland sé svo fullkomið að ekki þurfi kosningaeftirlit Samvinnu- & öryggisstofnunar Evrópu.

Þegar kemur að sannindum eru þær elítustöllur fjarri lagi. Katrín hefði “...sjálf stutt að hafa engin tímamörk...“ á fóstureyðingu fullburða barns. Það sjokkeraði þjóðina. Það féllu 200 milljónir króna ofan á himnum á Höllu Tóma í félag hennar Sunnunes „sem Jón stýrði.“ Hún hafði enga aðkomu að því upplýsti Viðskiptablaðið. Halla Hrund rak sjálfstæða utanríkisstefnu þegar hún færði argentínskum ráðherra bréf Arctic Circle Assembly. Það styggði utanríkisráðuneytið. Halla Hrund gat ekki sagt satt og rétt frá, fremur en um samskiptastýru sína sem stóð fyrir hertöku Austurvallar. Svona er sjöunda valdaár Katrínar Jakobsdóttur ...


Í betri stofunni með Þórhildi Sunnu ...

Í Kastljósi fjallaði pírínan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um ofsóknir bandarískra stjórnvalda gegn blaðamanninum Julian Assange. Hún heimsótti Assange í Belmarsh fangelsi í Lundúnum á dögunum. Assange er sakaður um njósnir fyrir að afhjúpa bandaríska stríðsglæpi. Assange stundaði blaðamennsku af fádæma hugrekki. Um þetta erum við flest sammála og tökum til varna fyrir Assange. “Það er auðvitað verulegt áhyggjuefni þegar ríki eins og Bandaríkin seilast það langt til að fá mann framseldan til Bandaríkjanna fyrir að uppljóstra um glæpi þeirra,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem fór í betri stofuna í Kastljósi og lét ljós sitt skína innvígð og innmúruð. Hún kveðst vera að vinna skýrslu fyrir Evrópuráðið. Píratar og Evrópuráðið standa með blaðamennsku, bara ekki á Íslandi ef ég skil Tótu pírínu rétt.

 

MANNRÉTTINDI & TÓTA PÍRÍNA

Ég hef fjallað um hið alvarlega „fósturvísamál“. Lögreglan í Hafnarfirði sendi sveit norður yfir heiðar til þess að hrella karlinn sem grunaður er um hegningarlagabrot fyrir “umsáturs-einelti“ sem er lagagrein beitt í fyrsta sinn á Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu LRH neitar að afhenda lögmanni mínum Skúla Sveinssyni málsgögn um sakarefni. Um kæruefni er ofinn leyndarhjúpur. Virðulegt ættarnafn lögreglumannsins var leyndarmál en í ljós kom að hann er Thoroddsen náfrændi Kötu-litlu Thoroddsen. Þetta er ekki hægt að skálda. Þegar kemur að ofsóknum og yfirheyrslum lögreglu yfir mér, Halli Hallssyni blaðamanni þá verður Tóta pírína þögul; hlustar ekki, sér ekki, talar ekki.

 

Tótu pírínu, hinum íslenska formanni Evrópuráðsþingsins, hafa verið kynnt mannréttindabrotin á hjónunum Gunnari Árnasyni og Hlédísi Sveinsdóttur en hefur kosið að þegja og þagga. Hún kýs að upplýsa börnin ekki um uppruna sinn grundvallar mannréttindi hvers einstalings. Tóta Pírína kýs að vita ekki þegar hentar. Mannréttindabrot á íslenskum borgurum þarf ekki að taka til umræðu á Alþingi og alls ekki í betri stofu RÚV. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins er að vinna skýrslu.


Mogginn, séra Grétar & þöggun blaðamanns ...

Daginn eftir að lögreglumenn örkuðu norður heiðar til þess að yfirheyra sakborninginn mig, blaðamanninn Hall Hallsson á Akureyri, kallaði Morgunblaðið séra Grétar Halldór Gunnarsson prest í Kópavogskirkju í fréttaþáttinn Spursmál til þess að ræða um fréttir vikunnar. Á sömu mínútum og ríkið reiddi til höggs með því að tilkynna mér að séra Grétar Halldór væri meðal þeirra sem krefðust allt að 4ra ára fangelsisdóms til þess að þagga niður í mér, kynnti Stefán Einar Stefánsson stjórnandi Spursmála séra Grétar til leiks á vettvangi Morgunblaðsins. Ríkið beitir nýrri tegund af ofbeldi til þess að þagga niður í blaðamanni, 232. grein hegningarlaga frá 2021 um svokallað “umsátursofbeldi”. Mogginn gefur siðblindum prestinum vettvang til þess að afvegaleiða þjóðina. Þetta er ekki hægt að skálda.

 

RÚV & FORSETAFRAMBOÐ HELGU

Kvöldið tók nafnlaus fréttamaður RÚV viðtal við Helgu Þórisdóttur forstýru Persónuverndar í  framboði til forseta Íslands. Helga hafði haft vanhæfi sitt að engu og hylmt yfir með 44 læknum sem höfðu gerst sekir um innbrot í sjúkraskrár Hlédísar Sveinsdóttur. Viku eftir að umboðsmaður Alþingis hafði krafið forstýruna svara lýsti gerspillt Helga Þórisdóttir yfir framboði til forseta. Lægra verður ekki lagst. Nú þegar ber að ógilda framboð hennar. Á RÚV  kvartaði Helga undan aðförum ráðamanna gegn sér en var ekki spurð um þátttöku sína í aðför læknamafíunnar gegn hjónunum Gunnari Sveinssyni og Hlédísi Sveinsdóttur að ekki sé talað um að upplýsa ekki um grundvallarrétt ellefu barna um uppruna sinn. 


Ofsóknir lögreglu á hendur blaðamanni ...

Lögreglumenn að sunnan kynntu mér sakarefni við yfirheyrslur á lögreglustöðinni á Akureyri í gær, fimmtudag 17.05. Ríkið reiðir hátt til höggs til ritskoðunar með nýjum og ósvífnum  hætti til þess að þagga rödd mína. Ég er sakaður um umsáturseinelti á grundvelli 232. greinar hegningarlaga frá 2021: „Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“ Hvernig get ég búandi á Akureyri, haldið uppi umsáturseinelti í Reykjavík? Kæran er sett fram af Evu Bryndísi Helgadóttur LMG lögmönnum fyrir hönd fimm hjóna í skjóli hinna ríku og voldugu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ofsækir frjálsan blaðamann með ósvífnum hætti og hótar fangelsi. Umsáturseineltið er reist á samningi Evrópuráðsins í Istanbúl frá 2011 um baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þetta er ekki hægt að skálda. Þetta ákvæði er notað til að ofsækja blaðamann. Ég hef varpað ljósi á stærsta hneyksli Íslandssögunnar og er ofsóttur af ríkisvaldinu.

 

BLAÐAMANNAPASSINN

Ég sýndi lögreglumönnum blaðamannapassa minn á frettin.is. Málið snýst um frjálsa fjölmiðlun og málfrelsi. Atlaga lögreglu er að frjálsum blaðamönnum. Ég er að upplýsa afar alvarleg afbrot tæknifrjóvgunarfyrirtækisins Art Medica á árunum 2008-2010. Fósturvísum hjónanna Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttir var stolið og leynt af Art Medica sem nú er Livio. Landspítalinn leynir innbrotum lækna í  sjúkraskrár, afvegaleiðir, blekkir og beitir ofbeldi til að vernda spillta lækna og auðfólk. Hjónin eru yfirlýst “...ógn við valdstjórnina.“ Uppljóstari afhjúpaði fjögur þúsund innbrot í sjúkraskrár Hlédísar á árunum 2012-2020.

 

INNBROT LÆKNA Í SJÚKRASKRÁR

Forstýra Persónuverndar hylmir yfir innbrot 44ra lækna í sjúkraskrár sem kærðir voru af hjónunum, forstýran gerir grín að þjóðinni með framboði til forseta. Stofnarnar ríkisins hylma og lögregla beitir ofbeldi. Yfirstýra ákærusviðs lrh, María Káradóttir sigar lögreglumönnum á mig og hótar fangelsi. Hún starfar fyrir hönd hjónanna fimm með sálusorgarann Grétar Halldór Gunnarsson prest í Kópavogskirkju í broddi fylkingar. Presturinn er mágur Dags B. Eggertssonar sem hefur beitt borgarapparatinu. María Káradóttir saksóknari er bullandi vanhæf en lögreglustjóri Halla Bergþóra Björnsdóttir vísar öllu slíku á bug. Kröfur Gunnars og Védísar um dna-rannsóknir hafa verið settar í tætara og lögreglu margoft sigað á hjónin Gunnar og Hlédísi. María Káradóttir hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að uppruni ellefu barna sé upplýstur. Við skulum hafa í huga að það er helgur réttur barna að fá að vita uppruna sinn. Öll óvissa hyrfi á augabragði, múturnar sem Björn Zoëga nefndi hefðu horfið, Ari Fenger sem er einn kærenda hefði ekki hrökklast úr Viðskiptaráði.


"Það er gríðarlega mikið blackmail í þessu máli"

Það er afar mikilvægt, beinlínis þjóðarnauðsyn að fram fari opinber rannsókn á “fósturvísamálinu” sem teygir sig svo víða um þjóðfélag okkar. Þann 11. febrúar 2023 átti Björn Zoëga forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð samtal við Gunnar Árnason vegna fósturvísamálsins. Björn hringdi í Gunnar frá Stokkhólmi og sagði þá m.a.: “Það er gríðarlega mikið blackmail í þessu máli.” Björn sem tekinn er við King Faisal sjúkrahúsinu í Saudi Arabíu verður að skýra þessi ummæli. Hann er nú stjórnarformaður Landspítalans, var forstjóri 2010-2013. Í forstjóratíð Páls Matthíasarsonar freistaði  LSH að blekkja Gunnar og Hlédísi með fölsuðum sjúkraskýrslum. Það var í janúar 2015.Uppljóstrari sendi hjónunum réttar sjúkraskýrslur frá 01.01 2012 til 06.10 2021. Ennþá heldur LSH leyndum sjúkraskrám yfir viðkvæmasta tímann 2008-2011 og lýsir hjónunum sem “…ógn við valdstjórnina.” Landspítalinn svífst einskis til að hylma með læknum og þar á meðal Björn Zoëga.

 

ALMA MÖLLER: FÓSTURVÍSAR TEKNIR VÍSVITANDI? …

Þegar Alma Möller landlæknir hringdi í Gunnar í febrúar 2022 spurði hún: “Getur ekki verið að fósturvísar hafi verið teknir frá ykkur vísvitandi...“.  Hljóðupptökur eru af þessum samtölum. Önnur ummæli Ölmu hef ég birt: „Það verður allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ sem var deilt á annað þúsund sinnum. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er einn helsti hliðvörður “fósturvísamálsins“. Framboðið er vanvirðing við þjóðina. Viku eftir að Umboðsmaður Alþingis hóf að rannsaka “fósturvísamálið“ tilkynnti Helga framboð sitt. Gunnar og Hlédís höfðu kært 44 lækna fyrir ólögleg innbrot í sjúkraskrár sínar. Bullandi vanhæf hylmir Helga. Katrín Jakobsdóttir beitti forsætisráðuneytinu af ósvífni, Dagur B. Eggertsson borgarapparatinu. Það er til marks um dapurlega stöðu Morgunblaðsins að ritstjórinn Davíð Oddsson hylmir málið fyrir áskrifendum. Lögmaður LMG, Eva Bryndís Helgadóttir á sæti í Viðskiptaráði. Hún stendur fyrir lögregluofsóknum á hendur mér. Formaður Viðskiptaráðs Ari Fenger lét af embætti í byrjun febrúar. Hann er með barn no. 2 fætt 2009  sem hefur verið synjað um dna-rannsókn og vitneskju um réttan uppruna sinn. Svanhildur Hólm varð sendiherra í Washington rétt fyrir jól. Kona sem aldrei hafði komið nálægt utanríkismálum. Fylgihlutur er Logi Bergmann. “Fjárkúgunin“ á margvíslegar myndir og fótspor finnast í fasteignaviðskiptum. Biskupsstofa hylmir málið, prestar tengjast umræddum börnum sem komu frá stolnum fósturvísum Art Medica árin 2008-2010. Enginn þingmaður hefur tekið málið upp á Alþingi. Art Medica varð Livio Reykjavík 2015 í eigu Livio AB sem komst í eigu GeneralLive haustið 2022 eins alstærsta tæknifrjóvgunarfirma Evrópu í eigu Kolberg Kravis Roberts á Wall Street. Tæknifrjóvgun er big bísniss.


Helga Þórisdóttir, Persónuvernd & fósturvísamálin

Mesta furðuframboð til forseta Íslands er forstýru Persónuverndar, Helgu Þórisdóttur. Hún lýsti framboði 27. mars sl. til þess “…að vera þjónn fólks­ins í land­inu.“ Fólkið í landinu var hissa enda Helga óþekkt og hafði ekki verið á Facebók í níu ár að eigin sögn. Helga Þórisdóttir er einn helsti hliðvörður “fósturvísamálsins.“ Engu líkara er en að hún sé að “flýja réttvísina“ með framboði sínu til forseta Íslands. “Fósturvísamálið“ er nú til umfjöllunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Helga Þórisdóttir fór í forsetaframboð viku eftir að Umboðsmaður Alþingis hóf að fara fram á við Persónuvernd að fá afhent gögn í “fósturvísamálinu“ vegna 44 kæra Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur á hendur læknum og læknanemum vegna um fjögur þúsund ólöglegra innbrota í sjúkraskrár Hlédísar. Á árunum 2008-2010 höfðu 50 egg verið tekin úr Hlédísi í Art Medica svo til urðu 29 fósturvísar þeirra hjóna. Hlédís fékk tíu fósturvísa án þess að lánast barn. Nítján fósturvísum var leynt fyrir þeim hjónum og afhentir hinum ríku og voldugu. Gunnar og Hlédís hafa farið fram á ellefu lífsýni úr börnum sem þau telja sín. Í einu tilviki er staðfest að líf-barn þeirra er meðal barnanna ellefu. Það var ekki fyrr en uppljóstrari vék sér að Gunnari Árnasyni á Kárastíg í Reykjavík 17. desember 2021 sem þau hjón hófu að fá vitneskju um líf-börn sín.

 

HELGA BRAUT STJÓRNSÝSLULÖG

Samkvæmt lögum bar Helgu að meta sjálf hæfi sitt sem forstjóri Persónuverndar. Hafið er yfir vafa að hún var vanhæf að lögum. Helga upplýsti ekki að margir hennar nánustu fjölskyldumeðlimir er starfsfólk Landsspítalans en sjálf er hún dóttir þjóðþekkts látins læknis. Henni hafði borið að bera vanhæfi sitt undir stjórn Persónuverndar. Þegar kærur hjónanna bárust Persónuvernd þá hylmdi Helga Þórisdóttir yfir með Landspítalanum. Helga fól Landspítalanum að svara fyrir alla fjörtíu og fjóra sem kvartanir beindust að en hafði ekki samband við hvern og einn líkt og kærurnar kveða á um og spillti þannig málum. Rétt er að árétta að Landspítalinn er formlega ekki aðili máls heldur þeir læknar sem brutust inn í sjúkraskrárnar. Samt lýsir Landspítalinn hjónin sem „...ógn við valdstjórnina.“ Í janúar 2015 hafði Landspítalinn látið þeim hjónum í té falsaðar sjúkraskýrslur þar sem fram kom að um 400 sinnum hafði verið farið í sjúkraskrárnar. Sex árum síðar 2021 lét uppljóstrarari þeim hjónum í té sjúkraskrár þar sem fram kom að innbrotin voru um fjögur þúsund talsins á árunum 2012-2022. Enn vantar árin 2008-2011. Persónuvernd er hliðvörður í hinu skelfilega máli. Getur þjóðin  treyst Helgu til að gæta að grundvallarreglu um rétt barna til að þekkja uppruna sinn? 


Mér hótað 4ra ára fangelsi vegna fósturvísamálsins ...

Ég hef verið kallaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til yfirheyrslna í næstu viku sakaður um “umsáturs-einelti“ og hótað 4ra ára fangelsi fyrir að flytja ykkur fréttir af fósturvísamálinu svokallaða héðan frá Akureyri. Hjónin Gunnar Árnason og Hlédís Sveinsdóttir gengust undir tæknifrjóvgun á árunum 2008-2010 og var fósturvísum þeirra stolið. Á fjórða þúsund innbrota voru framin í sjúkraskrár þeirra. Hjónin telja að ellefu líf-börn þeirra alsystkin hafi fæðst útfrá fósturvísum sínum. Aðeins tekur örfáar mínútur til að fá úr skorið.

 

LÖGREGLAN BRUNAR NORÐUR

Tveir lögreglumenn verða sendir að sunnan til þess að yfirheyra mig þannig að mikið liggur við og engin óbreytt kynferðisafbrot á ferð. Hvernig ég hef með skrifum mínum stundað umsátur héðan frá Akureyri er mér ráðgáta en lífið er alltaf að koma á óvart. Ég mun gera mitt besta til að útskýra fyrir “svörtu-maríu“ hvernig Art Medica/LivioAB stal fósturvísunum nítján og afhenti hinum ríku og voldugu. Í stað þess ofsækja mig þá ættu hin seku að sæta maklegum málagjöldum um þetta mesta hneykslismál Íslands sögunnar. Gunnar og Hlédís hafa krafist dna-rannsókna vegna ellefu barna sem þau telja líf-börn sín en mæta fádæma ofríki, ofbeldi þögun og þöggun. Ættfeðurnir sem að baki standa og ábyrgð bera á öllu þessu ofbeldi eru: Katrín Jakobsdóttir, Davíð Oddsson, Dagur B. Eggertsson, Kári Stefánsson, Björgólfur Björgólfsson og Sigurður Gísli Pálmason.

 

UMSÁTURS-EINELTI

Í janúar 2021 var samþykkt “umsáturs-einelti“ viðbót við refsilögin frá 1940: “Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti  situr um annan mann … skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.” Engin þessara lýsinga á við um mig karlinn hér á Akureyri. Það er bara verið að hefta málfrelsi. Lögmaður að nafni Eva Bryndís Helgadóttir á LMG lögmönnum hefur lagt fram kæruna en hún mun jafnframt lögmaður LivioAB í hinni útlendu eigu. Lögregla neitar að upplýsa kæruatriði og hverjir standa að baki kærunni en ég mun upplýsa ykkur. Eva Bryndís á sæti í viðskiptaráði þar sem þeim er vel kunnugt um fósturvísamálið.


Fjölmiðlar, fósturvísamálið & börnin

Gunnar Árnason eiginmaður Hlédísar Sveinsdóttir gekk mars-maí 2022 milli fjölmiðla til þess að fá þá til að segja sorglega sögu þeirra hjóna. Á árunum 2008-2010 gengust þau undir tæknifrjóvgun hjá ART Medica nú LivioAB. Út frá eggheimtum komu 50 egg og frá þeim 29 fósturvísar. Hjónin notuðu 10 fósturvísa en þeim lánaðist ekki barn. Eftir stóðu 19 frystir fósturvísar sem hjónin höfðu ekki vitneskju um á annan áratug. Lif-Medica stal fósturvísunum – ófæddum börnum og ráðstafaði að eigin geðþótta í þágu hinna ríku og voldugu. Fyrsta barnið fæddist í mars 2009 og síðasta 2015. Gunnar og Hlédís hafa krafist mannerfðafræðilegrar rannsóknar á ellefu börnum. Börnunum hefur verið synjað um ríkan rétt að lögum til að þekkja uppruna sinn. Þegar Gunnar heimsótti fjölmiðla vissu hjónin aðeins af tveimur börnum sem þau telja líffræðilega sín. Þau höfðu krafist dna-rannsóknar á þeim. Börnin eru tengd Kára Stefánssyni ÍE og Degi B. Eggertssyni þá borgarstjóra. Gunnar heimsótti fjölmiðla. Hér er tímalína heimsókna.

 

14.03.2022: Haukur Hólm fréttamaður RÚV átti fund með Gunnari. Haukur sýndi nafnlaust bréf um tengsl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við málið. Bréfið hafði borist inn á fréttavakt og/eða Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra. Haukur lagði áherslu á að Gunnar tæki við bréfinu. Gunnari fannst atvikið óþægilegt og vildi  ekki taka á móti bréfinu. Að ráði lögmanns skipti Gunnar um skoðun. Haukur skildi bréfið eftir í móttöku í umslagi sem Gunnar sótti síðar. RÚV hefur ekki fjallað um fósturvísamálið stærsta hneyksli Íslandssögunnar.

 

16:03 2022: Karl Blöndal aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins átti fund með Gunnari í hálfa aðra klukkustund í Hádegismóum. Karl kvaðst ræða málið “...í sínum hópi.“ Karl hringdi síðar í “...hálfgerðu uppnámi“ og spurði hvort þau hjón hygðust birta nöfn barnanna á Fésbók. Gunnar kvað svo ekki vera. Hjónin vissu þá ekki um tengsl Davíðs Oddssonar ritstjóra við fósturvísamálið. Morgunblaðið hefur ekki skrifað um málið.

 

22.04 2022: Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER) ritstjóri Fréttablaðsins átti fund með Gunnari í um klukkustund. Fréttablaðið var þá enn starfandi á Hafnartorgi í eigu Torgs, félags Helga Magnússonar. SER kvaðst hugleiða málið. Fréttablaðið skrifaði ekki um fósturvísamálið en varð gjaldþrota í ársbyrjun 2023.

 

26:04:2022: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar átti klukkustundarfund með Gunnari í Grófinni. Hún er tengdadóttir Reynis Traustasonar. Hún gaf ekki upp um möguleg skrif en Heimildin hefur ekki skrifað um fósturvísamálið.

 

21.05 2022: Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs tók podcast viðtal við hjónin að eigin frumkvæði. Jafnframt birtist forsíðuviðtal í tímaritinu Mannlífi. DV birti frétt upp úr umfjöllunni. Hvorugur fjölmiðilll fylgdi fósturvísamálinu frekar.


Halla Hrund & refskák Ólafs Ragnars ...

Aldrei í sögu forsetakosninga hefur blekkingum verið beitt með jafn lævíslegum hætti til yfirtöku Bessastaða og í tilfelli Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Framboðið vandlega undirbúið til margra ára. Fingraför mannsins á bak við Höllu Hrund eru Ólafs Ragnars Grímssonar sem hefur plottað og planað stelpuna. Framboð hennar fékk vængi 22. mars sl. þegar RÚV birti auglýsingu “...frá gangnamönnum á Síðu“. Halla Hrund kom af fjöllum! Svo landsleikur í Póllandi. Þarna auðvitað eru fingraför stórmeistarans í refskák. Tímalínuna má rekja meir en áratug aftur.

 

FRÆÐIMAÐURINN, KATAR & HAMAS

Árið 2012 fór Ólafur Ragnar forseti til Harvard í Massachusets. „Forseti ræðir við fræðimenn,“ var fyrirsögn RÚV. Þar var maður að nafni Henry Lee kynntur til sögu, sagður vinna að skýrslu um orkubúskap Íslendinga, sagður fræðimaður. Henry Lee er enginn venjulegur “fræðanörd“ líkt og ÓRG gaf til kynna. Henry Lee er fulltrúi hinnar ofurríku Jassim M. Jaidah-fjölskyldu á topp 100 lista Forbes yfir ríkasta fólk heims. Katar er hið pólitíska höfuðsetur Hamas sem fjarstýrir Palestínu. Katar er eitt helsta hreiður ofbeldisstefnu Hamas. Hér er aðeins bent á hið augljósa.

Ári síðar hóf Ólafur Ragnar ráðstefnur í Hörpu um Norðurslóðir; Arctic Circle Assembly. Stjórnmálafræðingurinn Halla Hrund snéri heim og var rennt inn í HR í School of Energy. Árið var 2013. Halla Hrund var “stelpan“ hans Ólafs Ragnars. Hún varð virk á Norðurslóða ráðstefnum með Ólafi Ragnari. Árið 2017 var Halla Hrund mætt í Harvard sem stofnandi Amerískra Norðurslóða; Arctic Initiative með stuðningi hinna ríku og voldugu. Þar poppuðu upp Henry Lee og  Halla Hrund sem stofnendur og stjórnendur! Verður ekki skáldað.

 

Frami ungu sveitastelpunnar var skjótur. Árið 2019 var hún “Young Global Leader“ wefaranna í Davos og vann að “....kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða“. Aldrei unnið fyrir Davos, segir hún. Jón Ólafsson á leið til LA tvítaði að Halla Hrund væri hans forseti. Jón bæjó undir radarnum vinur ÓRG hefur selt hinum ríku og voldugu stóran hluta í  Icelandic Water Holding  að Hlíðarenda í Ölfusi fyrir milljarða. Mogginn segir kínverska auðjöfurinn Jack Ma stærstan. Nefnir einhver afsal auðlinda ... stela vatninu ... auðlindagjald? Alsæl Halla Hrund hitti Al Gore sem hefur auðgast á loftlagsbransanum, metinn á 300 milljónir dollara litla +50 milljarða fyrir mestu svikamyllu sögunnar.

 

SPILLING FYRIR ALLRA AUGUM

Árið 2021 var tími Höllu Hrundar kominn á Íslandi. Tilkynnt var í janúar að fimmtán hefðu sótt um Orkustofnun. Halla Hrund var skipuð orkustjóri, spilling fyrir allra augum. Hún tók við í maí og hóf ferðalög vítt og breitt um heiminn, til Japan, Kína og Argentínu þar sem forstjóri Orkustofnunar átti fund með utanríkisráðherra Argentínu um orkuskipti!  Viðskiptablaðið gerði grín að tengslum ÓRG og stelpunnar: “Orkumálaráðherra Ólafs Ragnars á ferð og flugi.“ Starfsmönnum Orkustofnunar er ofboðið, líka utanríkisráðuneytisins sem þekkja alla innviði. Halla Hrund hefur með einbeittum hætti stöðvað orkunýtingu á tímum orkuskorts. Hún hefur ekki mátt vera að því að svara erindi Norðurorku um litla borholu í Eyjafirði. Þetta er ekki hægt að skálda.

 

HALLA HRUND & HERTAKAN Á AUSTURVELLI

Tíu árum síðar hefur Hamas numið land á Íslandi og reist búðir á Austurvelli fyrir framan Alþingi og svívirt þingheim. Allt er kolsvart í kringum hertöku Austurvallar. Karen Kjartansdóttur fyrrum framkvæmdastýra Samfylkingarinnar á launum Orkustofnunar án auglýsinga skipulagði hertöku Austurvallar ásamt Hamasliða þar sem palestínski fáninn var reistur og stytta Jóns Sigurðssonar svívirt. Hertakan var bein ögrun við íslenska lýðveldið og fólkið í landinu. Palestínski fáninn líka reistur við Stjórnarráðið þýðir að múslimar stefna á íslamskt ríki. Það er  leikið með eldspýtur á helgasta stað lýðveldisins.

 

ARFLEIFÐ ÓLAFS RAGNARS

Ólafur Ragnar kominn á níræðisaldur teflir refskák. Það kann að vera til þess að varðveita arfleifð og viðhalda Norðurslóðum með Höllu Hrund á Bessastöðum. Ólafur Ragnar er fæddur ári fyrir stofnun lýðveldisins. Ekki skal efast um hollustu hans og vonandi lifir hann 100 ára afmælið 2044. Hins vegar stefna útlend valdaöfl að því að gera Ísland að evrópsku útskeri. Senn eru 800 ár frá því Hákon gamli í bandalagi við Vatikanið sendi flugumenn á eftir Snorra Sturlusyni mesta syni Íslandssögunnar og drápu í Skálholti 1241. Þjóðveldið var kramið og Ísland varð norrænt útsker. Þjóðin þurfti að bíða í næstum sjö aldir eftir frelsi sínu með stofnun lýðveldis 1944 ...


Sveitastelpan Halla Hrund sem varð "stelpa" Klaus Schwab ...

Hér verður að skrifa íslensku. Sveitastelpan Halla Hrund Logadóttir fór til starfa í sendiráðinu í Brussel 24 ára gömul eftir að hafa lokið BA í stjórnmálafræði frá HÍ 2005. Henni var boðin öll dýrð veraldar og þáði glitrandi borgarljós hinna útvöldu. Hún nam við London School of Economics og kom heim 2013 til þess að ýta úr vör School of Energy í HR. Þetta var þegar Ólafur Ragnar hóf Norðurslóða vegferð sína. Halla Hrund var send til Harvard í eitt helsta hreiður hinna ríku og voldugu; glóbalista þar sem hún stofnaði “Amerískt Norðurslóðasetur; Arctic Iniative.“ Einn ríkasti og voldugasti maður veraldar er bakhjarl Höllu Hrundar og Ólafs Ragnars. Eric Schmidt var annað hvort “hrint eða stökk“ úr forstjórastól Google 2011. Hann hrökklaðist úr stjórn Google 2020 fyrir drullumix með Pentagon, samkvæmt Business Insider og Pro-Publica. Uppljóstrari innan Pentagon “reisti fána“ og galt dýru verði; raised flags and paid the price.  

 

YOUNG GLOBAL LEADER 

Halla Hrund varð Young Global Leader; ungur heimsleiðtogi innan Davos árið 2019. Hún er í innsta hring, “stelpan“ hans Klaus Schwab sem hefur lofað að svipta okkur húsi, bíl og lifa sæl; Own Nothing and be Happy. Halla Hrund hampar titlinum Young Global Leader wefaranna en segist aldrei hafa unnið fyrir Davos! Þetta snýst hvorki um að vinna fyrir Davos né Schwab. Málið snýst um útsendara; flugufólk í feit embætti á heimaslóð til þess að keyra stefnu wefaranna í Davos og svipta þjóðríkin fullveldi undir alheimsstjórn í okkar tilviki íslenska lýðveldið. Klaus Schwab hefur státað af því að eiga flugufólk í vestrænum ríkisstjórnum. Schwab og Schmidt eru húsbændur Höllu Hrundar. 

 

ORKUSTJÓRINN SEM EKKI VILL VIRKJA

Árið 2021 varð hin fertugi stjórnmála- & hagfræðingur Halla Hrund orkustýra! Hvernig fór sú ráðning fram? Buðu verkfræðingar ekki fram krafta sína? Viðskiptablaðið fjallaði á dögunum um feril Höllu Hrundar í Orkustofnun undir fyrirsögninni: Orkustjórinn sem vildi ekki virkja. Það er orkuskortur í landinu og Halla Hrund vill ekki virkja! Halla Hrund hefur komið í veg fyrir borun Norðurorku eftir heitu vatni á Árskógsströnd í Eyjafirði. Norðurorka kærði Orkustofnun Höllu Hrundar. Allir muna orkuklúðrið á Suðurnesjum. Gæluverkefnin fá brautargengi. Vindmyllur Gulla græna verða á sem nemur tugþúsundum fótboltavalla vítt og breytt um landið. Ríkasti maður Bretlands kenndur við Rottuklett; Ratcliffe hefur keypt jarðir á Norð-Austurlandi sem nema sautján Þingvallavötnum. Þetta er ekki hægt að skálda.

 

KLANDUR HÖLLU HRUNDAR

Mannlíf hefur fjallað um “klandur“ Höllu Hrundar vegna Karenar Kjartansdóttur samskiptastýru Orkustofnunar fyrir vinnu að framboðinu á verktakalaunum frá Orkustofnun. Karen var gert að víkja úr starfi þar sem hún  hefði ekki skilað skýrslum fyrir stofnunina en hún var ötul í hatursmótmælunum á Austurvelli. Halla Hrund er að fá „...stimpil spillingar,“ segir höfundur Mannlífs. Mogginn hefur upplýst að Orkustofnun hyggist “... fylgja því eftir að verkbókhald og eða tímaskýrslur fylgi reikningum.“ Elítu feministar standa saman. Halla Hrund talar um forsetakosningarnar sem frjálsíþrótttamót en nefnir ekki lýðveldið; menningu og tungu. Halla Hrund mælir fagurgala en undir fögru skinni er fulltrúi hinna ríku og voldugu sem ásælast auðlindir okkar; fiskimið og orku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband