Í fremstu víglínu frétta á sjónvarpinu 1986-1989 ... [ I & II ]

Ingvi Hrafn Jónsson lét verða eitt sitt fyrsta verk að hringja í Eddu Andrésdóttur og Hall Hallsson þegar tilkynnt var að hann yrði fréttastjóri Sjónvarps á aðventu 1985. Ég var blaðamaður á Morgunblaðinu og leið afar vel meðal bestu blaðamanna Íslands. Ég tók mér tíma til umhugsunar, þáði starfið og vann þriggja mánaða uppsagnarfrest á Mogga. 1986 var árið þegar ríkiseinokun ljósvakans var brotin á bak aftur. Ísland á tímamótum þau þrjú ár sem ég var á Sjónvarpinu.
 
Ég fékk hrun Hafskips í fangið, hrun Útvegsbankans, hrun Sambandsins, klofning Sjálfstæðisflokksins, stofnun Borgaraflokksins. Ég var fyrir utan Sakadóm þegar sex Hafskipsmenn voru hnepptir í gæsluvarðhald 20. maí 1986. Einn af öðrum voru þeir leiddir fyrir Sakadóm. Ísland nötraði sem von var. Guðmundur Jaki Guðmundsson [1927-1997] beint úr flugi frá Ameríku kom til mín í sjónvarpssal 17. júní 1986, staðfesti að hafa þegið fé úr hendi Alberts Guðmundssonar [1923-1994]. Jakinn var hrakinn af þingi af kommaklíku Allaballa þegar ráðist var á veikan mann sem leitaði heilsubótar. Svo var friðarfundur Reagan og Gorbatsjov í Höfða í oktbóber 1986 þegar fréttastofa Ingva Hrafns vann eitt mesta þrekvirki íslenskrar fjölmiðlasögu.
 
ALBERT Í SJÓNVARPSSAL
 
Goðsögnin Albert var leiðtogi reykvískra sjálfstæðismanna; "larger than life" með bakið upp við vegg vegna Hafskipsmála. Albert ræddi ekki við fjölmiðla. Ég stillti mér upp í ráðuneytinu og sagði: “Albert á bak við þessar luktu dyr, neitar að tala við fréttastofu.“ Slíkt var óþekkt í Sjónvarpi. Ráðherradyrnar opnuðust og Albert gekk út án þess að segja orð. Að kvöldi 24. mars 1987 var Albert hrakinn úr iðnaðarráðuneytinu. Albert kom til okkar Ingva Hrafns í sjónvarpssal að kvöldi, Þorsteinn Pálsson á sama tíma á Stöð 2 með yfirlýsingu um að Albert yrði ekki ráðherra í næstu ríkisstjórn. Skiptiborð Sjónvarps logaði og hundruð reykvíkinga þeyttu flautur fyrir utan Sjónvarpshúsið. Borgaraflokkur Alberts varð til og vann stórsigur í kosningunum 25. apríl 1987, XD hrundi. Þorsteinn gerði mikil mistök en okkur Ingva var kennt um klofning Sjálfstæðisflokksins!
 
NÝIR TÍMAR ...
 
Ágætur verkalýðsleiðtogi gaf tilskipun um að ég mætti ekki spyrja tiltekinna spurninga þegar hann mætti í sjónvarpssal. Ég svaraði engu en spurði samt. Verkalýðsleiðtoginn Benedikt Davíðsson [1927-2009] varð afar reiður og úthúðaði mér að loknum þætti. Ég svaraði engu en sýndi kurteisi. Matthías Bjarnason [1921-2014] viðskiptaráðherra klappaði ekki fyrir mér eftir snarpan þátt um hrun Hafskips. Yngvi Hrafn hafði lagt af þjónkun við pólitík. Séra Emil Björnsson [1915-1991] fréttastjóri tók hatt stjórnmálamanna þegar þeir mættu til viðtals. Séra Emil var annarar tíðar. Það voru nýir tímar sem við Ingvi Hrafn boðuðum en Sjónvarpið varð RÚV ropandi úr iðrum.
 
MIKILL ER HALLUR ...
 
Þjóðin fylgdist með hrunadansi Sambands íslenskra samvinnufélaga, stærsta fyrirtækis í sögu íslensks viðskiptalífs stofnað 1902. SÍS hafnaði á mínu borði eðli máls samkvæmt. SÍS Guðjóns B. Ólafssonar [1935-1993] öllum á óvart bauð í Útvegsbankann en endaði gjaldþrota. Hrun SÍS á allra vörum næstu misseri. Starri í Garði orti:
 
Mikill er Hallur, ef
á fáeinum kvöldum,
fær Sambandið afmáð
af sögunnar spjöldum.
 
 
[ II ]
 
"SJÓNVARPSTJARNAN & ÞJÓÐHETJAN"
 
Ég var með þjóðinni í fréttum og skák í einum mestu umbrotum Íslandssögunnar og einu stærsta augnabliki íslenskrar skáksögu þegar Jóhann Hjartarson vann goðsögnina Viktor Korschnoi [1931-2016]. Ég sagði fólkinu í landinu fréttir á kjarnyrtri íslensku þegar hrikti í stoðum þjóðfélagsins, aldrei voru bornar brigður á efnisatriði, aldrei “...kærður“ í ofsastormum minnar tíðar. Fjölskyldur komu saman fyrir framan Sjónvarpið: “Krakkar, Hallur Hallsson er með frétt,“ var kallað úr stofu.
 
Árin þrjú hermdi snillingurinn Jóhannes Kristjánnsson eftir mér á árshátíðum um allt land sem og snillingarnir í Spaugstofunni. Ég telfdi við Helga Ólafsson í þættinum “Á tali hjá Hemma Gunn.“ Ég lék fréttamann í "Börnum náttúrunnar," árið 1991 tilnefnd til Óskarsverðlauna!
 
SKÁKEINVÍGIÐ MIKLA Í ST. JOHN
 
Skákeinvígið mikla í St. John í Kanada þegar Jói Hjartar vann Korschnoi var risaviðburður. Ég stýrði beinum útsendingum og Jón L. Árnason stórmeistari greindi skákir. Í átta vikur frá 24. janúar til 23. mars 1988 fylgdist þjóðin með einvíginu af lífi og sál. Jóhann vann! Það eru ein óvæntustu úrslit skáksögunnar. DV sagði: ...Hallur er sjónvarpsstjarna og Jóhann þjóðhetja.“ Þann 9. apríl 1988 var Ingvi Hrafn rekinn. Það var sem hnefahögg framan í fólkið í landinu og okkur fréttamenn. Svokölluð Svefneyjamál Arnþrúðar Karlsdóttur stuðuðu elítuna. Ég safnaði stuðningsyfirlýsingum fréttamanna við Ingva en pólitískir fréttamenn höfðu önnur áform, svo sem Ingvi Hrafn upplýsti í bók sinni; "... og þá flaug hrafninn.“
 
VARAFORSETI ALÞINGIS SVIPTUR ÞINGHELGI
 
Frétt mín laugardagskvöld 8. október 1988 kom fólki í opna skjöldu þegar 2. varaforseti Alþingis var sviptur þinghelgi svo gefa mætti út ákæru vegna setu í bankaráði Útvegsbanka Íslands. “Hefði kosið aðra leið á spjöld sögunnar,“ sagði Jóhann Einvarðsson [1938-2012] þingmaður Framsóknar. “...Óskiljanlegt hvernig fréttin lak út,“ bætti hann við. Hæstiréttur hafði vísað Hafskipsmálum frá rúmu ári áður vegna vanhæfis Hallvarðar Einvarðssonar [1931-2016] ríkissaksóknara vegna Jóhanns bróður síns. Ég var með fjölmarga öfluga kontakta sem treystu mér; heimildamenn sem líklega enginn hefur nokkru sinni haft í sögu frétta.
 
ÓLI KR. Í OLÍS & JÓN BALDVIN
 
Þann 2. nóvember 1988 hófust tíufréttir með frétt minni um Óla Kr. Sigurðsson [1946-1992] í Olís þess efnis að Landsbankinn hygðist “...sparka Óla Kr. út úr Olís.“ Fréttin vakti rosalega athygli. Yfirtöku Óla á Olís hafði verið lýst sem “...kaupum aldarinnar.“ Óli blés til blaðamannafundar daginn eftir 3. nóvember 1988. Við tókumst í hendur. Tíminn lýsti fundi “...hávaðasömum“ þar sem reiður Óli Kr. þrátt fyrir allt þakkaði mér fyrir hækkun hlutabréfa í Olís! “Thank You Very Much.“ Síðar skrifaði ég sögu Olís; “Þeir létu dæluna ganga.“
 
Svo var það áfengisskandall Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna fimmtugsveislu Bryndísar á Hótel Íslandi. Áfengiskaup Jóns Baldvins komu við sögu í málaferlum á hendur Magnúsi Thoroddsen [1934-2013] forseta Hæstaréttar vegna kaupa á 2.160 flöskum af áfengi á kostnaðarverði forréttindi elítunnar. Ég fékk nótur innan úr ÁTVR sem staðfestu úttektir JBH. En nýi fréttastórinn Bogi Ágústsson batt hendur mínar. Kerfið hafði yfirtekið fréttastofuna, rúvízk ritskoðun var hafin, pólitík tekið völd.
 
BOGI VEIFAR ÁMINNINGARBRÉFI
 
Þann 28. janúar 1989 hófst einvígi Jóhanns og Anatoly Karpov í Seattle, Washingtonríki. Karpov var of sterkur og vann einvígið á fimm vikum. Þegar ég mætti á fréttastofuna beið Bogi Ágústsson mín með áminningarbréf. Upplegg Boga var að reka helsta fréttamann Sjónvarps!!! Af hverju? ... Ég stóð upp, gekk út og kom ekki aftur inn á fréttastofu heldur tók boði Palla Magg og fylgdi Ómari Ragnarssyni yfir á Stöð 2. Svo furðulegt sem það er þá hefur Rúv skipulega bælt og falið sögulega arfleifð mína, þagað og þaggað. Þegar Rúv fagnaði 75 ára afmæli þá var ekki við talað manninn sem breytti fréttum Sjónvarps á Íslandi. Rúv er í dag ómennsk ríkislygaveita myrkurs og dauða með heimilisfesti á Glæpaleiti. Í föllnum heimi ræðst myrkrið jafnan á ljósbera, það er lögmál.
 

'Verndum börnin' ... Umfram allt verndum börnin ...

Einar Þorsteinsson preláti Framsóknar í Reykjavík lýsti því yfir að Snorri Másson sé fullur fordóma og eigi ekki erindi í stjórnmál. “Ekki [sé] hægt að þegja þegar menn leika sér að því að særa fram tröllin,“ hafði Vísir eftir honum. Einar bar upp tillögu í borgarstjórn um stuðning við hinsegin fólk sem var einróma samþykkt. Og hvað gerðist. Tröll voru særð fram í umsátri um heimili Snorra Mássonar. Umsátrið var sem boomerang framan í Einar Þorsteinsson sem er ómögulegt að draga réttar ályktanir af orðum sínum um að transfólk sé “...beitt ofbeldi, áreitni og verði fyrir fordómum. Það sé gelt á þau.“ Lýsingin er sjálfsagt rétt en rætur liggja í svívirðilegri innrætingu skólakerfisins þar sem brotið er á mannréttindum barna. Ungmenni okkar sem falla fyrir áróðrinum eru afskræmd, sjálfsmynd brotin, sjálfsvíg algeng. Einar er á móti verndun barna og unglinga. Það er svakaleg arfleifð. Vísis-viðtalið vekur spurningar um rökhugsun Einars. Hann er blindur á hið augljósa, rótfastur í rétthugsun. Blaðakonan Erna Ýr Öldudóttir rifjar upp einelti Einars í frægum rúvízkum loftlagsþætti. Einar telfdi fram tröllum geltandi falsvísindi hamfaraköltsins ...
 
LÍF BARNA LAGT Í RÚST
Pólitíkin er skaðvaldur sem eyðileggur líf barna og ungmenna. Samtökin78 hafa frammi “...argasta klám“ fyrir börnum í boði sveitastjórna. Börnum er innrætt trans í leik- og grunnskólum. Því er haldið að börnum að þau geti valið kyn. Þetta er sturlaðasta hugmyndafræði mannkynsögunnar með rætur í nazisma. Munið lækninn Mengele engil dauðans. Lyfjarisar og læknar voru að verki á dögum Hitlers. Lyfjarisar og læknar nútíðar með hnífa, pillur, sprautur, kemízk lyf, aflimun drengja, brjóstnám stúlkna. Þetta er ekki hægt að skálda. Innræting barna í skólum er glæpur. Vestanhafs hafa stjórnvöld tekið afstöðu gegn innrætingu 18 ára og yngri. Hvað fullorðnir gera er þeirra mál. Bandarískur tólf ára drengur lýsti á dögunum hvernig bekkjarfélaga í fimmta bekk var innrættur boðskapur bókar; “...Skuggi minn er bleikur – My Shadow is Pink.“ Drengurinn vissi að boðskapurinn væri rangur en var hræddur að lenda í vandræðum. Þegar hann tók afstöðu þá sætti hann einelti skóla og krakka.
 
VERNDUM BÖRNIN ...

Af þjóðníðingum RÚV, Hamas & Íslandistam ...

Ef saman kemur fólk á Austurvelli undir fána Hamas hryðjuverkmanna sem kúga almenning í Palestínu og drepa saklaust fólk þá er það fyrsta frétt á Rúv. Svo var um helgina. Lygaveita ríkisins vitnaði í ellihruma kerlingu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Á fundinum hvatti ISG til að Ísland setji “... viðskiptabann sem bíti“ á Ísrael. ISG hóf vegferðina að eyðileggingu Íslands fyrir þrjátíu árum í Reykjavík. Þegar fólk var að missa aleigu sína í Hruninu 2008 sagði ISG: "Þið eruð ekki þjóðin.“
 
ÆTTJARÐARVINIR & RÚV
 
Ef ættjarðarvinir koma saman með íslenska fánann á Austurvelli og syngja ættjarðarljóð, þá bendlar lygaveitan ættjarðavini við hægri öfgamenn og rasista. Svart er hvítt, hvítt er svart. Rúv magnar hatur í garð landsmanna. Íslendingar sæta misrétti í eigin landi.
 
ÚTSKIPTI ÍSLENSKRAR ÞJÓÐAR
 
Það er plan rúvara að eyðileggja lýðveldið Ísland. Lygaveita ríkisins á Efstaleiti vinnur alla daga gegn fólkinu í landinu og íslenska lýðveldinu. Rúv stefnir á útskipti íslenskrar þjóðar, tortýmingu 1150 ára menningar og íslenskrar tungu ásamt arfleifð Snorra Sturlusonar. Lygaveitan vinnur að afnámi vestrænnar siðmenningar og kristni. Lygaveita ríkisins vinnur að yfirtöku múslimskra hryðjuverkamanna og breyta landinu í Íslandistam. Þess vegna er palesínska fánanum veifað. Rúv slær ryki í augu landsmanna svo þeir sætti sig við múslimska yfirtöku og palestínska fánann. Þegar Palestínumenn veifa fánum á Austurvelli þá eru þeir að tileinka landið Íslam. Þetta veit Rúv.
 
ÁKÆRA BER RÁÐAMENN RÚV
 
Sá dagur rís að útvarpstjóri, fréttastjórar ritstjórar kastljóss, lykilfréttamen verða ákærðir fyrir landráð. Þau eru þjóðníðingar. Þau munu sæta veraldlegum dómi sem og fyrir skapara sínum. Þau hafa selt sálu sína. Nú eru í landinu um 900 palestínumenn og öfgamúslimar á framfærslu ríkisins; húsnæði, fæði, klæði, læknisþjónusta, tannlæknaþjónusta, farareyri allt á kostnað skattgreiðenda. Hófsamir múslimar eru hættir að mæta í moskuna í Hlíðunum því hún hefur verið yfirtekin af öfgamúslimum. Kunnur ofbeldismúslimi hefur flutt inn 150 menn frá Palestínu undir merkjum fjölskyldu+. Hvað eru margir Hamasliðar í landinu?
 
TOGGU REIST NÍÐSTÖNG
 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst verja milljörðum í innviði Hamas og stórfjölga múslimum í landinu að baki luktum dyrum. Hún er að bræða stjórnsýslu Hamas saman við íslenska. Þetta ekki hægt að skálda. Toggu er drullusama um örlög íslenskrar þjóðar. Hún vinnur að útskiptum þjóðar og tortýmingu samt reisti hyskið henni níðstöng. Togga er í vegferð. Hún magnaði óværuna á Efstaleiti þegar hún setti útvarpskatt á allar kennitölur, svo jafnvel hross greiða fyrir óskapnaðinn á Efstaleitti. 

Pólitískur rógur Evrópusinna tók flug sem váfugl árið 2019 ...

Ég hef sagt ykkur að rógsherferð á hendur mér tók flug sem váfugl eftir grein í Morgunblaðinu 05.01.2019. Atlagan að vestrænni siðmenningu.“ Ég benti á George Soros, opin landamæri, útskipti þjóða, bjargvætt og 9/11. Ég var yfir skotmarki og viðbrögð heiftarleg. Ég skrifaði: “Þeir sem andmæla glóbalistum eru hundeltir, sviptir málfrelsi og úthrópaðir rasistar.“ Mogginn var atyrtur fyrir að birta grein mína. Ég var stimplaður nánast sem gyðingur. Evrópskir aðgerðasinnar með Þorgerði Katrínu og Þórð Snæ í broddi fylkingar rægðu mig; Viðreisn, Samfylking og Píratar rottuðu sig saman. DV tekið yfir af Evrópusinnum uppnefndi mig geðveikan. Úthýst af samfélagsmiðlum blaðamanna af Óla Hauks útsendara Kára Stefáns. Ég sem var meðal stofnenda Dagblaðsins 1975. DV hafði birt forsíðugrein um mig 2000 kallað: “Kraftaverkamaðurinn.“ Markmið Toggu, Dodda byrlara og Ól-klára var að einangra, eyðileggja og þagga nafn mitt á ritstjórnum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Ég stend einn gegn  stétt minni, kollegum mínum. Ég hafði verið í fremstu víglínu storma minnar tíðar; var með Friðriki Ólafssyni í Luzern 1982 þegar Sovétmenn hefndu sín, fòr um Check-Point-Charlie um götur A-Berlìnar 1983, rændur af KGB í Moskvu 1985, með Hafskip klofning XD og afsögn Alberts Guðmundssonar 1987, með Jóhanni Hjartarsynií einvígum gegn Korchnoi og Karpov 1988-9, með Jóni Baldvin í frelsisför til Vilnius, Riga og Tallinn 1991, Norðurpólnum með Haraldi Erni 2000, Keiko 1998-2003. ÌNN með Ingva Hrafni og Jóni Kristni 2007-2020. Það var farið í þessa vini mína og vin minn Davíð Oddsson.Þess vegna færist grein þessi ekki upp meðal útvalinna greina né smartsíma, heldur hljóðlega rennt niður kjallarann.  Váfugl á  bæli í krystalsölum 101 Reykjavík. 
 
Í STORMUM MINNAR TÍÐAR
 
Ég hafði breytt fréttum Sjónvarps með Ingva Hrafni 1986-1989. Ég fór á Stöð 2 fyrir orð Palla Magg. Ég hafði skrifað metsölubókina Váfugl 2008 um baráttu Krumma við Váfuglinn gefinn út í Westminster 2012. Árið 2016 kvað breska þjóðin upp dóm sinn um útgöngu úr ESB með Brexit. Í janúar 2020 kvað Andrew Rossindell breskur þingmaður Váfugl hafa veitt breskum ættjarðarvinum innblástur. Daniel Hannan Íslandsvinur kvað Váfugl bestu skáldsögu út frá Íslandi síðan Sjálfstætt fólk 1934-5. "Allt í senn hrollvekja, spennusaga og ádeila...rituð af mikilli hugkvæmni," skrifaði Hrafn heitinn Jökulsson. "Váfugl er sagnfræði, spennusaga, framtíðarsýn og spennutryllir," skrifaði Jón Kristinn Snæhólm. "Váfugl greip mig algerlega ... Hallur er þrillerhöfundur," skrifaði Bjarni Harðarson.
 
VÁFUGL Á BÆLI Í 101 RVK
 
Ísland hafði misst fullveldi og pólitíkin selt sig undir útlendinga þegar atlagan hófst 2019. Það var í aðdraganda covid. Ég hafði varað landa mína: “Ísland er í hættu, Vesturlönd og vestræn siðmenning eru í hættu að falla í guðlaust miðaldamyrkur helsis og fátæktar.“ Í krafti fjármagns ráða Evrópusinnar því sem þeir ráða vilja á Íslandi með vélabrögðum gegn fólkinu í landinu. Illræmd ESB-tilraun Jóhönnu, Steingríms Joð og Össurar hafði runnið út í sandinn 2013 endurtekin 2025 af Frostrósu Mjöll, Toggu drullusama og Ingu Sælent. Evrópusinnar biðu færis og hugðu á hefndir. Það er þetta sem þau gera, útsendarar wefara myrkraafla Davos og Brussel sem váfugl sitja um frelsi og fullveldi Íslands.
 

 


Samtökin 78 kærð fyrir "...oft argasta klám" í skólum

Hópur foreldra á Akureyri hefur kært samstarf skóla við Samtökin78 og krafist að samningi aðila verði sagt upp. Börnum er innrættur efi um kyn sitt í leik og grunnskólum. Foreldrar á Akureyri hafa snúið sér til Loga Kjartanssonar lögfræðings sem samdi kæruna. Logi er að vekja athygli fyrir kærur gegn kerfinu, má þar nefna biskup Íslands og utanríkisráðherra sem vandræðast að svara kærum. Foreldrar um allt land eru að vakna um skaðsemi transisma.

HVORKI MENNTUN NÉ VIÐURKENNING

Páll Vilhjálmsson skrifar um kæruna þar sem bent er á að LBGQT+ fólk hafi ekki “...neina þá menntun eða viðurkenningu til þess að taka að sér kynfræðslu á vettvangi grunnskóla.“ Í fyrsta sinn hér á landi taka foreldrar höndum saman og biðjast undan að börnum séu innrætt lífsskoðun Samtakanna 78 sem er á skjön við viðurkennda þekkingu og oft argasta klám, skrifar Páll.

Logi Kjartansson segir að samningur Akureyrarbæjar brjóti gegn lögmætisreglu, hlutlægnireglu og jafnræðisreglu grunnskólalaga og íslensks réttar með því að veita lífsskoðunarfélagi með vafasaman tilgang aðgang að börnum. Stjórnsýslukæra er einnig send til mennta- og barnamálaráðuneytis vegna fánaflöggunar í Síðuskóla, þar sem hinsegin fán er flaggað, og skólinn samsamar sig við óviðeigandi hugmyndafræði og lífsskoðanir sem geta engin veginn átt erindi við börn og „...allra síst á þeim verndarstað og þroskavettvangi sem grunnskólar teljast gildandi lögum samkvæmt."


TRANSFÓLK FREMUR VOÐAVERK

Transfólk er fórnarlömb transisma, oft hugstola. Transfólk hefur aftur og aftur framið ódæðisverk í Ameríku en Rúv og Sýn varpa sinni bjöguðu sýn inn á heimili fólks og afvegaleiða fólkið í landinu. Robert Vestman morðinginn í Minneapolis var trans, áður myndarlegur unglingur Síðasti harmleikurinn þyngri en tárum taki. Tvö börn látin, 18 særðust í skotárás Vestman á kirkju. Þegar hann leit í spegil sá hann Satan. Vestman framdi sjálfsmorð. Hann vildi að hann hefði aldrei orðið trans. Það er munstur í gangi. Hann hafði skrifað á skotvopn: Kill Donald Trump. Aftur og aftur fremur transfólk voðaverk svo sem bent hefur verið á vestanhafs en fær ekki umræðu á Íslandi.

sjá frétt New York Post.

SIMMI VINUR MINN Í RUGLINU

Vinur minn Sigmundur Ernir skipar fólki í dilka fullur andúðar á sjónarmiðum foreldra með gamalkunn skrípyrði sem löngu eru úr sér gengin. “...Íhaldsskipun líðandi stundar er sú að fólk megi ekki vera það sem það er... [heldur] halda sig innan þeirra dilka sem afturhaldið hefur úthlutað mannkyni um aldir alda,“ skrifar Simmi sem telur kynin ekki tvö; karl og konu líkt og “...afturhaldið hefur úthlutað,“ heldur svo mörg sem Simmi getur talið. Simmi vill senda börnin í krystalsali lyfjarisa & lækna með hnífa, pillur, sprautur og kemízk hormónalyf. Upp á svona vitleysu er boðið. Auðvitað endar lífsskoðun Simma í endalausri umræðu sem jafnan viðgengst á Alþingi. Trans er á hröðu undanhaldi víða um heim.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband