Katrín & Zelinskyy í faðmlögum

Úkraína Katrín ZelinskiKatrínu Jakobsdóttir og Þórdísi Reykfjörð var stefnt til Kænugarðs af húsbændum sínum og hafa kysst hring Zelenskyy forseta í Kænugarði með fjölmennt fylgdarlið sér við hlið. Þau féllust í faðma í lok fundar eins elskendur sem bíður langur aðskilnaður, Katrín og Zelenskyy. Stöllurnar heita ríkulegum stuðningi íslenskra skattgreiðenda til stríðsrekstrar en 2.5 milljarðar eru farnir án þess að nokkur spyrji hvert þeir fóru. RÚV tryggir traustar ríkisfréttir; trusted news og fjölmiðlarestin tekur við ríkisefni. Stöllurnar fóru til Bútsja þar sem skelfileg fjöldamorð bíða uppljóstrunar og veröldin mun krefjast að hinum seku verði refsað. Sú stund er ekki upp runnin. Ásakanir hafa gengið á víxl en á Íslandi er bara ein ríkisskoðun. Hætt er við því að stöllurnar eigi eftir að harma för sína því sagan gleymir ekki. Við vitum að eftir blóðugt valdarán í Kænugarði 2014 stefndi Petro Poroshenko nýr forseti Azov-nazistum gegn rússnesku mælandi íbúum Donbass og Luhansk; þeirra börn munu hírast í kjöllurum hótaði Poroshenko með blessun Washington. Stríðið hafði staðið í átta ár þegar Rússar fóru inn fyrir rúmu ári. 15-20 þúsund manns lágu í valnum og tvær til þrjár milljónir úkraínskir Rússar flúið til Rússlands.

 

Úkraína KolbrúnÁ dögunum var enn ein unga vestræna konan í Kænugarði, Sann Marin forsætisráðherra Finnlands innvígð og innmúruð í Davos. Hún fór með Zelinskyy í útför fallins hermanns; nazista svo sem fjölmiðlar víða um  heim og fréttin.is hér heima hafa skýrt frá. Sann Marin hefur sýnt að hún kann að meta ljúfa lífið og Zelinsky hvíta duftið. If you want to hang out, you've gotta take her out, Cocaine fór sem eldur í sinu á netinu með Zelenskyy í aðalhlutverki. Auðvitað býður Zelinskyy Kötu og Þórdísi til dýrðlegrar veislu. Hvað er þetta með allar þessar glæsilegu ungu konur sem boða stríð en ekki frið? Vestræn diplómatík um frið er víðs fjarri, aðeins mónomatísk síbylja um stríð. Eru ungu konurnar í embættum af verðleikum eða mótaðar að hentugleika? Í Eistlandi dreymir Kaju Kallas um að taka við af Stoltenberg í Nato. Þýskur kollegi Þórdísar, græninginn Annalena Braebock segir frið aðeins mögulegan ef Pútin breyti stefnu 360 gráður! Hvað er hægt að segja um vitsmuni þessarar sjálfsagt ágætu en afvegaleiddu konu? Engar viðræður, bara skilmálar.

Framsókn hefur sett unga þingkonu, Hafdísi Hafsteinsdóttur, til að leiða vinnu um ný sóttvarnalög í velferðarnefnd. Samkvæmt drögum má sprauta fólk með framandi efnum án upplýsinga um innihald. Sóttlæknar framtíðar fá lögregluvald; skipa lögreglu að svipta fólk frelsi og sprauta. Í þætti á Útvarpi Sögu var unga þingkonan út á þekju um málefnið, svo mildilega sé til orða tekið. Hverjir véla að tjaldabaki? Af hverju ekki bara kjósa framsókn?

Úkraína Biden ZelenskyVestrænir leiðtogar til Kænugarðs

Í Úkraínu eru Katrín og Þórdís í kjölfari hers vestrænna leiðtoga sem allir sem einn hafa leyfi Vladimirs Pútin til farar. Ulrika van der Leyen frá Brussel, Giorgia Meloni frá Róm, Olav Scholz og Annalena Baerbock frá Berlín, Mette Fredriksen, frá Kaupmannahöfn, Boris Johnson og Rishi Sunak  frá London. Frá Washington hafa komið Nancy Pelosi þingforseti og nýlega Joe Biden forseti með örvæntingu í svip. Anthony Blinken utanríkisráðherra var í Austurvegi, Janet Yellen fjármálaráðherra og Merrick Garland dómsmálaráðherra. Þarna hefur margt verið brallað. Kevin McCarthy leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni hafnaði boði Zelinskyy um för í Austurveg. McCarthy kveðst ekki fara til Kænugarðs nema hafa fullvissu um endurskoðun fjármuna; financial audit þar sem allt sé gagnsætt upp á borðum. Engin 10% to the Big Guy svo vitnað sé í Laptop-from-Hell. Joe Biden-stjórnin hafnar öllu eftirliti með þvottavélum sínum. Árin 2017-2021 var við völd forseti sem vildi hætta Endalausum styrjöldum Ameríku og Nato ásamt kalla hermenn heim. Það fannst Kötu og Þórdísi afleit hugmynd, þær vilja stríð. Svona er nú veröldin skrítin.

 

Nord Stream B-52750 amerískar herstöðvar utan landamæra

Bandaríkin hafa 750 herstöðvar utan landamæra sinna, þar af um mörg hundruð umhverfis Rússland og Kína. Sjálfsagt er Keflavíkurflugvöllur nú á lista. Síðastliðin 30 ár hafa Nato, Bandaríkin og Evrópusambandið markvisst fært út kvíar í Austur-Evrópu og eru nú í kálgarði Rússlands. Árið 2014 var dæmigert amerískt Coup d‘Etat í Kænugarði kallað Colour Revolution eða Litabyltingin. Íslendingar fengu sína Litabyltingu en kalla Búsáhaldabyltingu þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var hrakin frá völdum eftir að hafa styggt Wall Street, Brussel, London og Washington um skaðabætur úr föllnu bönkunum upp á 800 milljarða við afnám gjaldeyrishafta. Það er farið eftir þeim sem rugga bátnum.

Kerfisbundið er grafið undan stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og Georgíu. Anthony Blinken utanríkisráðherra var í Kazakstan á dögunum og bauð fram vernd Bandaríkjanna gegn Rússum. Því var hafnað af Mukhtar Tileuberdi, utanríkisráðherra sem kvað Kazakstan enga ógn stafa af Rússlandi. Fréttablaðið hefur skýrt frá mestu heræfingum Bandaríkjanna og S-Kóreu um árabil. Bandaríkin hafa 17 herstöðvar í S-Kóreu. Rússar munu hafa herstöðvar í gömlu sovétlýðveldunum Armeníu, Tadzhikistan og hérðunum Abkhazíu og Ossetíu sem lýstu yfir sjálfstæði frá Georgíu. Kínverjar eru í Dhjibútí í Afríku og hafa steypt og stækkað eyjar í S-Kínahafi. Hvað eru þeir að bralla?

Nordstream USS KearageB-52 kjarnorkuvirki stefnt  á Pétursborg

Fréttablaðið birti með frétt sinni mynd af B-52 kjarnorkuvirki ásamt fylgdarþotum. B-52 var með kallmerkið Noble61 stefnt á Pétursborg og Kalíningrad en þó án kjarnorkuvopna að helst er talið. Fyrir átta mánuðum var USS Kearsarge í Eystrasaltinu með fríðu föruneyti. B-52 tók á loft frá Póllandi út yfir Eystrasaltið yfir eistnesku eyjuna Saaremaa og stefndi í átt að rússnesku eyjunni Gogland um 200 kílómetra frá Pétursborg. Þar tók þotan stefnu til suðurs og flaug yfir Eistland, Lettland og Litháen í átt að rússnesku borginni Kaliningrad. Að því loknu flaug B52-virkið til Bretlands. Pólskar herþotur fylgdu þotunni en að sögn varnarmálaráðherra Póllands var flugið mikilvægur liður í alþjóðalegri æfingu og forstjóri finnsku alþjóðastofnunarinnar kvað flugið viðbrögð við vaxandi ögrandi aðgerðum Rússa. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki brugðist við æfingafluginu. Nú kvartar Biden yfir amerískum dróna sem hvarf yfir Svartahafi. Hvað er Ameríka að aðhafast við Svartahaf? Hvað ef rússneskt Tupolov-virki poppaði upp 200km frá New York. Teldist það ögrun?

Biden balloonÍrafár í Ameríku

Í lok janúar og byrjun febrúar varð mikið írafár í Ameríku þegar kínverskur veðurloftbelgur sem fór af leið og var skotinn niður af F-16 þotu. Svo skutu F-16 þotur þrjá ógnandi hluti yfir Kanada og Alaska. Þeir voru mögulega geimskip frá öðrum hnöttum; alien UFO obejcts, að sögn Hvíta Hússins. Einn þeirra kann að hafa verið pico-loftbelgur sem áhugaklúbbur í Illinoi saknaði og hafði horfið yfir Alaska. Varð af mikið fjölmiðlafár um allan hinn vestræna heim og lét okkar litla RÚV ekki sitt eftir liggja. Þann 14. janúar hafði Sy Hersh birt grein sína um hryðjuverk Bandaríkjanna og Noregs á Nord Stream í Eystrasalti; How America took out Nord Stream Pipelines. Hryðjuverk Biden hvarf af fréttasíðum og úr minni íbúa Vesturlanda, gleymt og grafið. Tilviljun? En af hverju stefndi B-52 þotan svo dólgslega á Pétursborg? Getur það tengst frétt um að Rússar hafi í síðustu viku sprengt neðanjarðar bönker úkraínska hersins í nágrenni Lvyv þar sem voru á milli 3-400 manns, þar af 40 háttsettir Nato-herforingjar fallnir?


Hryðjuverk - Act of War ... Stríðsglæpur í Eystrasalti

Nordstream Kef P8Það liggur fyrir að Nord Stream hryðjuverkið er Act of War; - stríðsaðgerð. Gasleiðslan er í eigu rússneskra og evrópskra orkufyrirtækja, þar á meðal þýskra svo hryðjuverkið er stríðsaðgerð gegn Rússlandi, Þýskalandi og þjóðum Evrópu. Þetta er mesta umhverfis hryðjuverk sögunnar, óheyrilegt magn af CO2‚og metan slapp út í andrúmsloftið. Mengunin hefur geigvænleg áhrif á lífríki og dýralíf í Eystrasalti; 250 þúsund tonn af þungamálmum og þrávirkum eiturefnum frá upphafi iðnvæðingar þyrluðust upp. Orkuverð í Evrópu hefur fjór- til sexfaldast. Hryðjuverkið er glæpur gegn mannkyni; Crime against Humanity sem ber að taka fyrir af ICC í Haag, International Criminal Court; Alþjóða Glæpadómstólnum. Áhrifin á óbreytt alþýðufólk, eiga eftir að koma niður á þýsku þjóðinni þegar orkuskortur bítur næsta vetur. Bandarískar varabirgðir, ásamt stolinni olíu í Sýrlandi hafa fleytt Evrópu í gegn um veturinn. En hvað svo?

Nord Stream gasleiðslurNoregur, Þýskaland, Danmörk og Svíþjóð, líkt og Ísland eru aðilar að ICC í Haag. Dönskum og sænskum yfirvöldum ber að rannsaka hryðjuverkið og vísa til ICC í Haag og auðvitað þýskum. Raunar ber ICC að rannsaka hryðjuverkið og gefa út ákærur á hendur hinum seku. Einkunnarorð dómstólsins eru: The most serious crimes ... must not go unpunished.  Dómstóllinn starfar á grundvelli Rómarsáttmálans og hefur rannsóknarábyrgð. Bandaríski demókratinn, fyrrum þingmaður frá Ohio, Dennis Kucinich hefur bent sérstaklega á ábyrgð danskra stjórnvalda um rannsókn enda Nord Stream skammt undan Borgundarhólmi í danskri lögsögu. Hann hefur vitnað í Sy Hersh og ummæli Biden forseta, Blinken utanríkisráðherra, Sullivan öryggisráðgjafa og Victoriu Nuland aðstoðarutanríkisráðherra um að stöðva Nord Stream sbr. ummæli Biden: We Will Bring an End to It. Biden hafi brotið bandarísk lög með því að upplýsa ekki Þingið; Congress í Washington. Aðeins með samþykki Þingsins sé forseta heimilt að grípa til stríðsaðgerða; Act of War. Málið sé grafalvarlegt. Samkvæmt Sy Hersh frömdu Bandaríkin og Noregur hryðjuverk í Eystrasalti. Ég bæti við með aðild Íslands þar sem P8 þotan sem sveimaði yfir Nord Stream nóttina og fram á morgun, lagði upp í hina örlagaríku árás frá Keflavíkurflugvelli. Ég hef sýnt ykkur ferðir P8 þotunnar yfir Eystrasalti um nóttina og eldneytistöku í 100 mínútur fram á morgun 26.09.2022. Eftir að hafa farið lágflug yfir staðinn kl. 07:04 að staðartíma hélt hún áleiðis til Íslands.

 

Borgundarhólmur turn  BORGUNDARHÓLMUR AUGA NATO Í EYSTRASALTI

Nú vill svo til að aðstaða Danmerkur til að rannsaka hryðjuverkið er sérlega góð því Borgundarhólmur er ein helsta njósnastöð Nato í Eystrasalti, uppstreymið sást berum augum frá Borgunarhólmi. Nato veit um allt sem þar gerist. Á síðustu árum hefur Nato lagt mikla fjármuni í endurnýjun til þess að fylgjast með öllu sem gerist á, í og yfir Eystrasalti. Íbúar hafa verið sérlega kátir með Nato, gnægð fjár og vinna síðustu misseri, líkt og Keflvíkingar í den. Þar er  Kalda stríðs safn með gamla vitaturninn á suð-austur odda eyjunnar, 70 metra hár með 400 þrepum, svona eins og Hallgrímskirkja, tekinn úr notkun 2012, nýr á að vera kominn í staðinn. Útsýnisturn til þess að fylgjast með ferðum Sovétmanna í den. Við sem eldri erum munum Mogens Glistrup 1926-2008 sem fyrir um 50 árum vildi leggja niður danska herinn, ganga úr Nato og hafa símsvara sem segði á rússnesku: мы sdavat'sya, Við [Danir] gefumst upp.

CNN FYRST MEÐ FRÉTTINA EN HVAÐ SVO?

Strax eftir hryðjuverkið kváðust esbsk, dönsk, sænsk og þýsk stjórnvöld ætla rannsaka hryðjuverkið í þaula. Fjölmiðlar sögðu allir sem einn að böndin bærust að Rússum. CNN státaði að vera fyrst með fréttina á þriðja degi. First on CNN: European officials observed Russian Navy ships in vicinity of Nord Stream pipeline leaks. Rússnesk skip í nágrenni Nord Stream lekanna. CNN vitnaði í heimildir innan CIA og fyrrum CIA forstjóra John Brennan í viðtali. Russia did it!   Af þessu er ekkert frekar að frétta. Það er ekkert að frétta af rannsóknum Scholz, Van der Leyen, Mettu Fredriksen né að Katrín Jakobsdóttir hafi útskýrt flug P8 þotunnar. Hins vegar hefur goðsögnin Sy Hersh afhjúpað hryðjuverk Washington og Osló og ‘net-nördum‘ hefur tekist að rekja flug P8 þotunnar yfir gasleiðslunum. Fyrir viku var Scholz kallaður til lokaðs fundar í Washington með Biden. Eftir fundinn fann Die Zeit snekkju í Rostock höfn sem sex manns höfðu leigt 6. september; kona og fimm karlar, af þeim tveir kafarar. New York Times og Washington Post kváðu CIA gruna úkraínska skæruliða um græsku og fréttin skeki stjórnvöld í Kænugarði; Intelligence officials suspect Ukraine partisians behind Nord Stream bombings, rattling Kyiv‘s allies. Litla RÚV hóf sína eftirgrennslan og færði okkur fréttir hinna erlendu miðla en hafði auðvitað engar fréttir af P8 þotunni ... bara snekkju á Eystrasalti sem  CIA telji á bak við hryðjuverkið! Ein og sama ríkisfréttin fer um Vesturlönd þver og endilöng. Der Spiegel fann snekkjuna sem reyndist stútungs skúta, Andromeda. Nú segir Wall Street Journal að vestrænar leyniþjónustur gruni að pro-úkraínsk vígasveit sé að baki. Rússar eru ekki lengur grunaðir, segir WSJ. Áfram snýst hringekjan.

North Stream leiðslan  EIN JOB FÜR PROFIS

Die Zeit var fyrst með fréttina um snekkju; yacht. Á ferð hafi verið atvinnumenn, sagði Zeit: Ein Job für Profis. Skoðum nánar. Sex manns á skútu; fimm karlar og kona áttu að hafa sprengt gasleiðslurnar á um 80 metra dýpi á Borgundarhólmsdjúpi, skilað snekkjunni en gleymt að þrífa og því hafi fundist púðuragnir! Gasleiðslurnar liggja saman frá Rússlandi að Borgundarhólmsdjúpi, aðskiljast á sjálfu Djúpinu og koma svo aftur saman undan Borgundarhólmi. Aðstæður í Djúpinu eru allar hinar erfiðustu og dýpi mest, fjarlægð milli sprengistaða 80 kílómetrar; sumsé mesta mögulegt dýpi og mesta möguleg fjarlægð milli staða. Norðmenn  höfðu valið staðinn af kostgæfni. Djúpköfun er skilgreind undir 18 metrum. Eftir það þarf helíum blandað súrefni til að koma í veg fyrir svokallaða djúpsjávargleði; nitrogen narcosis. Áttatíu metrar er gríðarlegt dýpi fyrir kafara og þarf mikinn viðbúnað. Helíum blandaðir loftkútar þurfa að vera til taks á nokkrum stöðum niður á áfangastað. Þegar upp er farið þarf kafari sömuleiðis að varast köfunareitrun og því fara upp í áföngum. Mikinn viðbúnað og djúpa þekkingu þarf yfir köfunarstað. Það er auðvitað broslegt að halda því fram að útsendarar Kænugarðs á seglskútu, hafi sprengt gasleiðsluna. Því kannski eðlilegt að spyrja hvort Zelenskyi og klíka hans verði látin róa.

Nordstream USS Kearage  SÆNSK LEYNIÞJÓNUSTA HLAUT AÐ VITA

Í júní 2022 fór fram heræfingin Baltops22 á Borgundarhólmsdýpi. Flugmóðurskipið USS Kearsarge úr sjötta flota Bandaríkjanna leiddi æfinguna með 45 herskip í Eystrasaltinu, 89 herþotur og sjö þúsund sjóliða. Þar á meðal voru sænsk herskip. Sy Hersh segir að kafarar frá björgunarmiðstöð í Flórída hafi komið sprengjunum fyrir undan Borgundarhólmi í samvinnu við Norðmenn. Sjóforingi á Baltop22 hefur gerst afhjúpari; whistleblower. Hann kom skilaboðum til fyrrum landgönguliða að nafni John Mark ‘Bad-Volf‘ Dougan sem flúði Ameríku vegna ofsókna FBI í kjölfar afhjúpana á lögregluspillingu lögreglu. Afhjúparinn; sjóliðsforinginn heldur því fram að því er lítur að Nord Stream 1 í sænskri lögsögu, hafi sveit kafara komið með þyrlu frá Stokkhólmi og verið sex tíma í kafi. Sex tímar í kafi þarfnast ofurdýran búnað, tækni, þekkingu og bestu kafara veraldar á pari við flota-seli; navy-seals. Sænsk leyniþjónusta hlýtur að hafa vitað.

 

Af þessu tilefni hlýtur maður að spyrja: Af hverju hefur Berlín yfirgefið Öst-Politík Willy Brandt kanslara um sættir við Rússland? Af hverju stríð?


Hinn nýi guð Vatikansins ...

Guð vatikansinsVatikanið hefur gefið út silfur evru frá 2002 með esb-stjörnum en eins og fólk veit þá kveðst páfi vera staðgengill Drottins á jörðu. Þetta er snotur bísniss því silfurevra Vatikansins hefur söfnunargildi; gefin út í takmörkuðu upplagi, selst jafnan upp og hækkar í verði. Fyrsta silfurevra Vatikansins 1€ var af Jóhannesi Páli páfa, svo hafa komið út seríur með Benedikt páfa og Francis páfa sem hefur agiterað fyrir nýrri ríkistrú 21. aldar, Krislam. Francis páfi boðar að kristni & islam rúmist í einni og sömu persónu. Nú er silfurevran 20€. Evru prentsmiðjur eru í yfirgír líkt í Ameríku vegna styrjaldar og plágu svo þessar traustu myntir gjaldfalla með auknu framboði og okkur óbreyttu alþýðufólki er sendur reikningurinn. Mun þarna komin skýring á 20€ silfurevru ... Maður spyr sig. Frá stofnun ameríska Seðlabankans 1913 hefur verðlag í Ameríku hækkað um 2.921.92% samkvæmt nýjum tölum enda hafa allar götur síðan geisað styrjaldir & plágur í mannheimum.

Á nýjustu silfurevru Vatikansins er páfa hvergi að sjá en kominn er nýr staðgengill guðs í Vatikaninu. Það er vaksínsprauta í höndum sérfræðinga sem boða að við eigum að treysta vísindum því þau viti best enda verði allt að gulli í höndum Bill Gates og big-pharma. Læknir og hjúkka með sprautu í hönd standa yfir ungri manneskju og sprauta, ja eigum við að segja vaksíni frá Pfizer líkt og á Íslandi sem leggur allt sitt traust á vísindin. Svo örugg voru KataJak, Willum, Svandís, BjBen, Þórólfur, Alma & Víðir að íslenskri þjóð var smalað í Höllina til að testa pfizer. Myntin er merkt Citta del Vaticano; borgríkinu Vatikan.


Terror í nafni frelsis og lýðræðis & stolin olía til Evrópu

Sýrland olíustuldurStríðið í Sýrlandi hófst fyrir tólf árum, 2011 með uppreisn Isis gegn ríkisstjórn Assad Sýrlandsforseta. Ég hef áður sagt ykkur frá því að Bandaríkin í tíð Obama fjármögnuðu Isis hryðjuverkasamtökin. Ég hef sagt ykkur frá og sýnt myndir af senator John McCain með leiðtogum Isis. Þegar Isis var búið að gera nægilegan óskunda árið 2014 sendu Obama & Biden amerískt herlið til Sýrlands í nafni frelsis og lýðræðis. Bashar-Al-Assad stjórnin var sökuð um hvers kyns stríðsglæpi. Corporate-Main-Stream-Media MSM í órofa bandalagi við facebook google og evrópska ríkismiðla sjá um að uppfræða okkur í nafni Trusted News Initiative. Sama frétt fer á rauntíma um öll Vesturlönd. MSM eru í eigu Black Rock og Vanguard sem eiga allt sem framleiðir allt; own everything that makes everything. Upppsretta auðsins er Federal Reserve í eigu prentaranna sem selja pappírsdollar á 150 krónur. 

Ameríka er enn í Sýrlandi. Norð-austurhéruðin eru hernumin. Okkur er sagt að Ameríka sé að verja héraðið fyrir grimmdarverkum Assad sem sé skúrkur sem beiti efnavopnum á eigin þegna. Amerísk lygi fer hringinn um heiminn í boði Trusted News. Al-Tanf herstöðin í Raqqa á bökkum Efrat er helsta ameríska vígið. Isis náði borginni á sitt vald á sínum tíma. Biden-stjórnin segist vera með small forces in partnership with indigenous ground forces. Ameríka er að verja frelsi og lýðræði fyrir harðstjóranum Assad. Hljómar vel, ekki satt? En er raunverulega svo? 

Sýrland Cradle umfjöllun  Olían seld til Evrópu

Sýrland er hernumið land og Bandaríkin stela allt að 83% af olíu Sýrlands sem þeir flytja til Íraks og þaðan hvert annað en til Evrópu. Snoturt ekki satt? Amerísk/evrópsk ný-nýlendustefna. Tugir þúsundir olíufata af hráolíu fara daglega yfir landamærin til Íraks. Olíutrukkar undir hervernd streyma yfir landamærin; hundruð trukkar fram og til baka, fram og til baka, sem hér má sjá.  MSM sér um lygina; rúv&co afritar og birtir. Evrópa bakkar Ameríku í vestrænni frelsis- og lýðræðisför í Sýrlandi alveg eins og Úkraínu. Vesturlönd eru sögð hafa stolið sýrlenskri olíu fyrir 100 milljarða dollara og flutt drjúgan hluta til olíuþyrstrar Evrópu.

Endalausar styrjaldir hafa geisað frá falli Sovétríkjanna. Þemað er jafnan að leiðtogar ríkja utan Vesturlanda eru rægðir af vestrænum fjölmiðlum, sakaðir um ofbeldi gegn þegnum sínum áður en Kaninn og Nato fara á vettvang. Skúrkurinn Bin Laden var sagður í felum í Afganistan, Saddam Hussein var með efnavon í Írak, Ghaddafi var ógnvaldur í Líbýu, Assad með efnavopn í Sýrlandi, MiloÅ¡ević var dreginn fyrir Alþjóða glæpadómstólinn eftir loftárásir á Belgrad Serbíu. Í þrjátíu ár sem liðin eru frá falli Sovétríkjanna liggja í valnum á annan tug milljónir múslima; milljónir ýmist farlama eða misst heimili og tugir milljóna á flótta. Allt í boði Nato og Ameríku. Hinir raunverulegu stríðsglæpamenn eru Clinton, Bush, Obama og Biden.

Nord Stream Biden ScholzHin fornu menningarríki múslima hafa verið sprengd á steinöld til þess að útbreiða vestrænt frelsi og lýðræði. Þetta var kallað war on terror en það eru Vesturlönd sem hafa fært þessum þjóðum terror í nafni frelsis og lýðræðis. Nú er verið að sprengja Úkraínu á steinöld og Pútin er sagður skúrkur. Það á að búta Rússland í nokkur ríki því neo-con hugveitur Pentagon; Rand & New American Century telja Rússa ógna amerískum heimsyfirráðum 21. aldar. Öllum evrópsku stelpunum finnst Biden aðalgæinn á ballinu í Davos. Hvað er heimstyrjöld milli vina. Stelpurnar falla fyrir Biden með sólgleraugun. Biden býður í dans og dýrlegar veitingar. Kata og Þórdís þiggja boðið jafnvel þó Biden sé þjófur og lygari. Sá versti frekar en næstbesti. Þetta er ekki hægt að skálda. Stoltenberg er stoltur af framgöngu Íslands fyrir að skrifa undir íslenska aðild að hryðjuverkaárás Ameríku og Noregs á þýsku þjóðina með því að sprengja Nord Stream. Spaugilegt að CIA laumar villuljósi um sex manns á snekkju í Eystrasalti og tengir við Úkraínu en Kænugarður neitar!

 

Laptop from Hell  10% to the Big Guy

Óli kanslari náði Biden í mitti í Washington á dögunum og í febrúar 2022 þegar Biden lofaði heiminu: We will bring an end to it [Nord Stream] I promise you. Óli stóð við hlið hans og kinkaði kolli. Samkvæmt Laptop-from-Hell tekur Biden 10% af dílum Hunters; 10% for the Big Guy. Nú lofar Óli litli Leopard skriðdrekum til Úkraínu til stríðsrekstrar gegn Rússlandi 62 árum eftir að skriðdrekar Hitlers stormuðu Kænugarð. Þetta er ekki hægt að skálda. Quisling fagnaði nazistum í Noregi fyrir 62 árum og Stephan Bandera í Úkraínu. Quisling er norskur þjóðníðingur en Bandera úkraínsk þjóðhetja. Sagan gleymir ekki. Fjölmargir borgara-blaðamenn líkt og ég; citizen-journalists fjalla um glæpi Biden og Ameríku þó við elskum Bandaríkin. Gamli jaxlinn Sy Hersh, fyrrum foxarnir Glenn Beck, Clayton Morris, Lou Dobbs og hin flotta Lara Logan, svo nokkur séu nefnd afhjúpa keisarann í engum fötum. Epoch Times, The Cradle, And We Know, Rebel News fleiri, fleiri og fleiri fræða. Sannleikur leitar alltaf upp á yfirborðið, lygin morknar og rotnar.


Af Biden stóra bróður & Scholz litla bróður ...

Biden Scholz Olav Scholz kanslari Þýskalands var kallaður til Washington fyrir helgi. Þýskum blaðamönnum var bannað að ferðast með kanslaranum til Washington. Engar óþægilegar spurningar, bara vinnuferð litla bróður. „Hvers vegna ferðu þangað, útskýrðu fyrir okkur,“ mælti Fredrich Merz leiðtogi kristilegra dómókrata í Bundestag. Af þessu tilefni birti tímaritið SternStjarnan meðfylgjandi mynd á forsíðu af litla bróður Olav Scholz með stóra bróðir Joe Biden. Áfram Stóri Bróðir. Myndin segir allt sem segja þarf, ekki satt? „Heppinn Joe Biden ... Í deilum við Rússland og Kína höldum við áfram að fylgja USA. Ein Gluck, dass er Joe Biden gibt – im Konflick mit Russland und China können wir uns wieder die USA verlassen.

USA NICHT UNSEREN FREUND

Víðtæk og vaxandi mótmæli eru í Þýskalandi en auðvitað eru þau þögguð. Kollegar mínir virðast telja að með því að þegja & þagga sé óþægilegum sannleika bægt frá. Petr Bystr þingmaður AfD sem á sæti í utanríkisnefnd Bundestag segir stöðugt fleiri vísbendingar um að Bandaríkin hafi egnt Rússland í stríð. Samningar hafi nánast verið í höfn milli Rússlands og Úkraínu síðastliðið vor en Bandaríkin og Bretland hafi komið í veg fyrir friðarsamninga í Istanbul. Bystr segir að ef marka megi fréttir um Nord Stream séu Bandaríkin ekki vinir Þýskalands; nicht unseren freund sbr þetta viðtal. Á Evrópuþinginu hefur ítrekað verið krafist rannsóknar og bent á aðild Ameríkana og Norðmanna að Nord Stream.

Úkraína viðræður IstanbulÞingmaðurinn kveður Biden og Boris Johnson hafa komið í veg fyrir friðarsamninga í Istanbul í apríl 2022. Boris stormaði til Kænugarðs 9. apríl þegar friður virtist innan seilingar, sbr. mynd af viðræðum. Boris  lofaði fé og vopnum. Mogginn segir að Zelinskyi sé Churchill okkar tíðar. Zelinskyi bannar málfrelsi, bannar stjórnarandstöðu, bannar frjálsa fjölmiðla, ofsækir trúaða, fangelsar og drepur stjórnarandstæðinga. Níu dögum eftir að stríðið hófst var samningamaðurinn Denys Kireyev myrtur. Kireyev hafði talað fyrir friðarsamningum. Lík hans var skilið eftir á götu í Kænugarði öðrum til viðvörunar. Hvers á Churchill að gjalda? Hvenær opnast augu vina minna? ...

Ohio East Palistine   SPRENGING Í OHIO

Gríðarleg sprenging var í East Palestine Ohio 3. febrúar með skelfilegum afleiðingum svo var sem kjarnorkuský yfir bænum. Þessi atburður hefur ekki vakið mikla athygli, fremur en hryðjuverkið í Eystrasalti. Atburðinum hefur verið líkt við Chernobyl, skelfileg mengun með hroðalegum afleiðingum fyrir náttúru og heilsu fólks, margt er á huldu um orsakir. Joe Biden hefur ekki séð ástæðu til að heimsækja íbúa Ohio. Innviðir í Ameríku eru í niðurníðslu; flugvellir, járnbrautir, hafnir, innrás á suðurlandamærum USA glæpagengi smyglandi fetanyl sem árlega fellir 70.000 ungmenni ásamt yfirþyrmandi fátækt sem er viðhaldið í borgum demókrata. Árlega falla mun fleiri fyrir dópvæðingu Ameríku vegna opinna landamæra en tuttugu ára Víetnamstríði. Á sama tíma spreðar Biden yfir hundrað milljörðum dollara í stríðsrekstur í Úkraínu. Augu Ameríku eru að opnast, fólk áttar sig á að fátækt og kynþáttahyggja eru valdatæki demókrata. Ameríka er að sjá hvers kyns Biden er, Olav lýtur honum sem stóra bróður líkt og Stern bendir á; Þýskaland sér í gegn um Scholz.


Sprengja Ísland í loft upp ... jafnvel líka Bretland

Rússland RUtv2Í vinsælum þætti í rússneska sjónvarpinu RU.tv 2 í janúar, minnti einn helsti álitsgjafi Rússlands, gyðingurinn Yevgeny Satanovsky á að til greina komi að „...sprengja Ísland í loft upp“. Þann 19.janúar vitnaði Haukur Hauksson fyrrverandi fréttamaður RÚV og nú Útvarps Sögu í  orð Satanovsky sem hafði vísað til orða Vladimirs Shirinovsky [1946-2022] sem vildi gera Ísland að fangaeyju. Raunar bætti Yevgeny Satanovsky við að ef Nato róast ekki þá líka að sprengja Bretland með Posedon flaug til þess að vara Vesturlönd við og sérstaklega Bandaríkin. Satanovsky sagði orðrétt:

Rússland RUtv2 I„Aðalóvinur okkar eru Bandaríkin, þau óttast gereyðingu og þeim kemur mjög illa að missa nokkra tugþúsundi hermanna hvar sem þeir er; ef til vill þurfum við að taka slíkt á okkur. Rússland þarf að byrja tilraunir á kjarnorkusprengjum annars staðar en á Novaja Zemlja, margir möguleikar ... Ég minni á orð Zhirinovskys um að sprengja Ísland í loft upp ... Hins vegar eru [líka] aðrar eyjur sem eru mannlausar ... góður kostur síðan, ef þeir róast ekki er að sprengja upp Stóra Bretland með Poseidon [flaug] ... Allt Nato er í stríði gegn okkur í Úkraínu ... Við þurfum að láta þá trúa á hótanir okkar.“

Daily Mail fjallaði um hótun Zhirinovsky 26. maí 2016 og taldi helst að hann ætti við Færeyjar, Orkneyjar eða Shetlandseyjar. Satanovsky hins vegar er skýr um að eyjan er Ísland og þá taka út Reykjanesskaga þar sem Keflavíkurflugvöllur er. Rússar telja að Vesturlönd þurfi að læra að þekkja, virða og stafa ógn af geigvænlegan rússneskum hernaðarmætti.

 

Kef dómdasþota  DÓMDAGSÞOTAN TIL ÍSLANDS

Heimsstyrjöld er dauðans alvara. Ísland hefur tekið þátt í hryðjuverki USA & Noregs á rússneska gasleiðslu í Norðursjó með geigvænlegum afleiðingum og árás á þýsku þjóðina. Raunar komu kafarar frá Stokkhólmi til að koma sprengjum fyrir á Baltops æfingu Nato í júní, að sögn bandarísks herforingja, svokallaðs whistleblower. P8 þotunni sem virkjaði sprengjuna að morgni 26.september 2022 var flogið frá Íslandi. Það þarf lítinn neista til að kveikja bálið. Daginn eftir að Vlaldimir Pútin ógilti START kjarnorkusáttmálann lenti DÓMDAGSÞOTA Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og bandaríska sendifrúin á Íslandi ásamt fylgdarliði stormaði suður á Keflavíkurflugvöll til móttöku. Væntanlega hefur verið mikið dáðst og hlegið dátt. Hvaða íslenskt fyrirmenni var þar? Þotan samræmir kjarnorkuherafla á landi og í sjó. Hvað eru íslenskir ráðamenn að hugsa? Keflavíkurflugvöllur er alþjóða flugvöllur, er ekki svo. Hvers vegna eru íslenskir ráðamenn og ögra Rússum bendandi á Keflavíkurflugvöll, virkir þátttakendur í hryðjuverki gegn Rússland og síðast en ekki síst lama Þýskaland?

 

Úkraína Biden Putin   ÚKRAÍNA Í HLEKKJUM HELSIS

Satanovsky þjónaði sem leiðtogi Jewish Congress í Rússlandi. Hann vill hengja úkraínsku gyðingana Joseph Zissels, leiðtoga Vaad-nazista og Igor Kolomoisky stofnanda Azov-nazista. Kolomoisky er guðfaðir gyðingsins Zelinskyi sem hefur bannað málfrelsi, bannað stjórnarandstöðu, bannað fjölmiðla, ofsótt trúaða, fangelsað og drepið stjórnarandstæðinga og lét skjóta þá sem í apríl 2022 vildu friðarsamninga við Rússa. Ísland neitaði að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi í öðru heimsstríði. Ísland er í fremstu víglínu í þriðja heimsstríði? Má segja um Kef að völlurinn sé svo vitnað sé í þekkt ummæli: ... clear & present danger to Russia? ... Hvað þýðir það?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband