28.11.2024 | 11:46
Beinagrindur Framsóknar ...
Fátt er jafn nöturlegt og siðlausir stjórnmálamenn. Framsókn virðist búa ríkulega að slíkum. Á vakt Ása Einars barnamálaráðherra lést 17 ára drengur í eldsvoða á Stuðlum. Faðir drengsins hefur upplýst að kerfið brást. Neyðarsími Barnaverndar svaraði ekki. Lögregla fór með drenginn á Stuðla í stað þess að Barnavernd hefði átti að annast um og koma honum í hendur forseldra. Ási vissi af kerfisbresti. Afsögn voru rétt viðbrögð.
KLÖNGRAST UPP Í GRÖFUR
Framsóknarmenn klöngrast upp í gröfur þegar grafa þarf eftir atkvæðum en upp koma beinagrindur. Á þriðjudag var Ási á gröfu við Fjölbraut í Breiðholti með Einari borgó og Lilju menningar tyllti sér á bekk líka á meðal rithöfunda. Willum Þór dreifir peningum skattborgara í tæknifrjóvgun, þrisvar með frumvarp um spilavíti. Ási kveður barnleysi leysast með ...innflytjendum. Nýtt meðferðarheimili ungmenna var opnað í Mosfellsbæ á þriðjudag, viðbót við Stuðla. Stöð 2 var þar og Ási í fréttum. Í hádeginu á miðvikudag var Ási á Bylgjunni að svívirða fyrrverandi fjármálaráðherra fyrir slóðaskap í málefnum barna. Það var sóðalegt. Í október var Ási á traktór.
SIGGI & ÞESSI SVARTA
Siggi Ingi klöngraðist upp í gröfu við Ölufsá. Siggi sveik landsbyggðina í flugvallarmálinu þegar hann tók ...svæsna U-beygju og keyrði þvert á akstursstefnu þar sem innakstur var bannaður. Siggi sakaði kollega á RÚV um rasisma en Vigdís Häsler er þessi svarta. Íslenskir leigubílstjórar gleyma ekki svikum Sigurðar Inga. Nú er ár liðið frá því þriðja heiminum var hleypt í leigubílaakstur þar sem nú er villta vestrið; .... áreiti, kynferðisleg áreitni og nauðganir í bílum. Hærra verð og fjárkúgun, að sögn formanns Frama í Vísi.
Þetta er kjarni fjölómenningar og glóbalisma sem opnað var á og misboðið hefur þjóðinni. Er fólk hissa að framsókn sé í kjallaranum? Og Vg að detta að út af þingi og Sjálfstæðisflokknum veitt ráðning sem seint gleymist? Þau flytja inn fátækt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2024 | 18:03
Hálftíma til að rýma Nato-KEF ...
Bandarískum og breskum eldflaugum hefur verið skotið á Rússland frá Úkraínu. Bandarískir og breskir hermenn undir herstjórn Nato skutu eldflaugum á Rússland. Nato er í stríði við Rússa. Ísland er í stríði við Rússland.
Formaður herrráðs Nato vill magna eldflaugaárásir á Rússland. Við verðum að gera fyrstu árás; pre-emptive high presicon strikes, skjóta eldflaugum á Rússland, segir Rob Bauer aðmíráll. Ólafur Ragnar í þjónustu Nato fékk Bauer til að heilaþvo sakleysingja við síðasta Hringborð Norðurslóða. Hvað borgar Nato Arctic Circle sem sponsor ...
Rússar svöruðu með nýrri Oreshnik ofur-eldflaug á Dnjepr sem fer á tíföldum hraða hljóðsins óverjanleg bandalagsþjóðum Nato. Rússar eiga eldflaugar sem fara á 20földum hljóðhraða. Vesturlönd eiga ekkert svar við þessum hernaðarmætti Rússa.
Nato-Kef mitt milli heimsálfa er augljóst skotmark í styrjöld. Aðeins spurning um tíma hvenær rússneskar eldflaugar gereyða Nato-Kef. Þórdís Reykás utanríkisráðherra svo smart í herjakka sínum, Kata litla með veskið sitt hlustuðu andaktugar á Zelinsky. Alex gerði grín að þeim. Heilalaus Biden er eltur í vitleysunni, stubburinn Macron, píratinn Scholz og garmurinn Starmer með Storm-eldflaugar veitir Frostrósu innblástur; inspiration.
Rússar gáfu Biden 30 mínútur áður en Oreshnik skall á Dniepr. Hvað halda menn að Þórdís Reykás fái langan tíma til að rýma Nato-Kef; klukkustund, hálftíma? Hversu gaman verður þá ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2024 | 06:43
Kennedy, Gaetz & herförin gegn Djúpríkinu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2024 | 21:46
Þorgerður Katrín & spilling Djúpríkisins ...
Almannahagsmunir framar sérhagsmunum, eru kjörorð Viðreisnar. Sá íslenski stjórnmálamaður sem öðrum framar hefur haft sérhagsmuni framar almannahagsmunum er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÞKG, formaður Viðreisnar sem vill inn í Evrópusambandið. ÞKG er sú spilltasta í bransanum. Upphæðir spillingar ÞKG eru fordæmalausar og lygar þeim tengdar svívirðilegar. ÞKG nýtur sérstakrar verndar Djúpríkisins, gift Kristjáni Arasyni sem var eini starfsmaður Kaupþings sem fékk að færa hlutabréf og skuldir í einkahlutafélag 7Hægri ehf, að sögn Óðins Viðskiptablaðisins. Það var í mars 2008.
NÍU DÖGUM FYRIR HRUN
Níu dögum fyrir Hrun 2008 seldu hjónin hlutabréf sín í Kaupþingi. Í stað þess að vera ábyrg fyrir tveimur milljörðum eftir Hrun þá höfðu hjónin komið sér undan ábyrgð utan auðvitað stofnfjár 7Hægri ehf., 500 þúsund krónur. Á útmánuðum 2008 höfðu þau fengið 103.5 milljónir í eigin vasa í gjörningum þrátt fyrir himinháar skuldir; á verðlagi nú 236 milljónir. Haustið 2008 voru víðtæk mótmæli gegn spillingu Þorgerðar Katrínar. Í viðtali við Vísi 4. nóvember 2008 sagði ÞKG: ...Við hjónin erum búin að tapa miklum peningum eins og margir aðrir Íslendingar. ÞKG laug upp í opið geðið á þjóðinni á Alþingi.
75 MILLJARÐA LÁNIÐ TIL KAUPÞINGS
Og það versnaði. Í svari við fyrirspurn á Alþingi fullyrti ÞKG að ríkisstjórnin hefði engin áhrif haft á lán til Kaupþings 6. október 2008 sem gufaði upp eins og dögg fyrir sólu; 75 milljarðar sem Geir Haarde skipaði fyrir af fé almennings, fólksins í landinu. ÞKG laug að Alþingi. Seðlabankinn er mjög sjálfstæð stofnun. Þar hef ég engin áhrif. Samtal Geirs Haarde við seðlabankastjóra var opinberað 2017. Þar kom fram að Geir Haarde skipaði Seðlabankanum að lána Kaupþingi 75 milljarða þrátt fyrir viðvörun Davíðs Oddssonar um að féð myndi ekki endurheimtast. Hún varpaði sökinni á Davíð Oddsson sem var ómerkilegt svo orð fá ekki lýst. Hatrið sem beint var að DO var ólýsanlegt en saklaust starfsfólk bankans sat líka undir ávirðingum, í nokkrum tilvikum svo fólk beið þess ekki bætur. ÞKG laug um sjálfstæði Seðlabankans. Þorgerður Katrín bjó yfir innherjaviðskiptum um Kaupþing og þess vegna seldi hún hlutabréfin í Kaupþingi.
SÝKNA Í HÆSTARÉTTI 2013
Skilanefnd Kaupþings krafði hjónin um 534 milljónir króna vegna undanskota. Bankinn hafði lokað augum fyrir græðgi hjónanna og aflétt veðunum; 236M á núvirði á sama tíma og bankinn sigldi úfinn sjó. Hæstaréttur stóð pliktina fyrir Djúpríkið og sýknaði hjónin árið 2013. Viðskiptablaðið fullyrðir að Þorgerður hafi ítrekað rætt málefni Kaupþings í ríkisstjórn í aðdraganda bankahrunsins og er þá ekki sagan öll segir VB: Þann 6. októ¬ber 2008 var haldinn ríkisstjórnarfundur. Að honum loknum sáu aðrir ráðherrar Þorgerði Katrínu ganga inn á skrifstofu Geirs. Stuttu síðar hringdi Geir í Davíð og skipaði honum að lána Kaupþingi.
UNDIR VERNDARVÆNG DJÚPRÍKISINS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er undir verndarvæng Djúpríkisins sem heldur Íslandi í heljargreipum. ÞKG er helsti agent Brussel á Íslandi og gengur lengst í afsali íslenskra auðlinda, fisklögsögu, orkulinda og vindmyllufári. Að ekki sé talað um wókevitleysuna; kynvæðingu barna í leik- og grunnskólum þar sem börnum er vísað í hramm lækna með hnífa, sprautur og pillur. Aflimun drengja minnir á myrkur miðalda. Þingmaður Viðreisnar er flutningsmaður frumvarps um að afnema afa og ömmubörn og gera foreldrisforeldris síns. Nú vill ÞKG banna sölu bensínbíla frá og með næsta ári; 2025.
FRÆGASTI TRÚÐUR LANDSINS KOSNINGASMALI
Nú hefur ÞKG hengt sig á frægasta trúð landsins og smalar atkvæðum með Jón Gnarr. Vissi Gnarrinn um hina svívirðilegu spillingu og grægði Þorgerðar Katrínar þegar hann valdi flokk eða skipti það ekki máli því hann var jú bara í leit að góðri innivinnu? Að fólk taki sæti á framboðslistum Viðreisnar undir forystu ÞKG er móðgun við fólkið í landinu. Sjónarspil Þorgerðar Katrínar er aðeins mögulegt í skjóli rúvízks púka sem fitnað hefur á fjósbita um langt árabil og heilaþvær fólkið í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2024 | 20:33
Hefur RÚV fordómavætt þjóðina ...
Nú þegar 90% Íslendinga styðja Kamillu Harris og fyrirlíta Donald Trump er rétt að staldra við. Eru ofsafengin viðbrögð Íslendinga við kjöri Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna til marks um skaðleg áhrif RÚV á íslenskt samfélag? Allur þorri almennings horfir á fréttir RÚV. Hafa ritskoðun og neikvæðar fréttir ríkismiðilsins fordómavætt þjóðina? Hvað finnst þér, Sigmundur Davíð að 40% kjósenda Miðflokksins styðja Trump, spurði Jóhanna Vigdís fréttaþula höstug full hneykslunar. SDG lipurlega kom sér undan að svara spurningunni því honum var fullkunnugt um að allur þorri sem á horfði, hafði afar, afar neikvæð viðhorf til Trump. Spyrjið: Af hverju
TRUMP FORDÓMAFULLUR FJÁBJÁNI
Trump er þröngsýnn, fáfróður, fordómafullur fábjáni, sagði Þórdís Reykás Gylfadóttir utanríkisráðherra 9. desember 2015. Þessi kona hefur hervætt Ísland og leikið lykilhlutverk að þjóðin er í stríði við Rússa. Forsetanefnan Halla Tómasdóttir fulltrúi Wefaranna í Davos sagði í september 2016 ... að hræðilegt yrði ef Trump yrði kjörinn. Halla hefur ekki óskað nýkjörnum forseta Bandaríkjanna til hamingju þó bæði Bjarni Ben og Þórdís Reykfjörð hafi gert það. Halla Tóm hefur um árabil þjónað BTeam Branson vafasömum einkavin Jeff Epstein. Linda Baldvinsdóttir sérfræðingur í mannnlegum samskiptum kveður Ameríku hafa kosið ...orðljótan geðsjúkan glæpamann. Konan rekur fyrirtæki sem hún kallar Manngildi. Hún kveðst sækja námskeið til að sigrast á hindrunum lífsins.
ÞÓRHILDUR SUNNA GRETTIR SIG
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ÞSÆ er ekki fríðasta kona á Íslandi. Ekki fríkkaði pírínan þegar hún gretti sig yfir kjöri Trump! Pírínan lýsti Trump kvenhatara, fasista og rasista á Alþingi 2017. Trump myndi opna leynifangelsi um allan heim til að pynta fanga!!! Staðreyndin er að Trump er eini forseti USA sem ekki hefur farið með stríði á hendur öðrum þjóðum frá George Bush eldri 1991. Endalausar styrjaldir Clinton, Bush, Obama og Biden eru pírínunni ekki ofarlega í huga. ÞSÆ vill í ESB sem á í stríði!!! ÞSÆ með frumvarpi til laga á Alþingi vill banna börnum að kalla á afa og ömmu. Afa og ömmubörn skulu vera foreldris foreldris síns. Benda má á ...njósnir og vænisýki ÞSÆ, að sögn framkvæmdastjóra Pírata. Er að vonum að þjóðin velti því fyrir sér að gefa ÞSÆ og pírötum þingfrí.
ÞORGERÐUR KATRÍN & SÉRHAGSMUNIR
Hanna Katrín Friðriksson HKF í Viðreisn vill ásamt pírötum banna börnum að kalla á pabba og mömmu! HKF er nátengd fósturvísamálinu. Eva Mattadóttir í Viðreisnar og álitsgjafi hágrét á Instagram vegna kjörs Trump; ...maðurinn er nauðgari, sagði Eva hágrátandi!!! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÞKG formaður Viðreisnar tengdi Trump við ...þröngsýni, sérhagsmuni, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma, í ræðustól Alþingis 2018.
Er það ekki alveg stórmerkilegt? Af þessu tilefni er rétt að benda fólki á uppljóstrun Viðskiptablaðsins um þátt Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur ÞKG á 75milljarða láni; 500M til Kaupþings sem hvarf sem frægt var. ÞKG var losuð undan ábyrgð á 1.7 milljarðs króna hlutabréfaláni; sjá afar upplýsandi grein VB: Almannahagsmunir og sérhagsmunir Þorgerðar Katrínar. Fyrstur forseta hefur "kvenhatarinn" ráðið Susie Wiles sem starfsmannastjóra Hvíta Hússins. Susie stýrði kosningabaráttu gula karlsins.
Sagan er harður dómari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2024 | 18:30
Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
Í ársbyrjun 2020 var tilkynnt um veiru í Wuhan í Kína. Síðar var kom í ljós að veiran kom úr rannsóknartofu í Wuhan með fjármagni frá Ameríku. Vísindakona sem upplýsti dó vofveiflega. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO magnaði upp covid-ótta um allan heim. Anthony Fauci forstjóri Farsóttarstofnunar Ameríku laug eins og enginn væri morgundagurinn, fólk gert bera grímur, mRNA sprautun á neyðarleyfum fór í yfirgír af miklu offorsi. Ritverk Naomi Wolf reist á rannsóknum 3.250 lækna og vísindamanna afhjúpar svikin. Titillinn segir allt: The Pfizer Papers: Pfizers Crimes Against Humanity. Fórnarlömb mRNA skipta tugum milljóna, fjölgar stöðugt. Íslenskur læknir hefur nefnt í mín eyru að um 100 milljón manns séu látnir.
KOSNINGASVIK GERÐ MÖGULEG
Nú lætur Joe Biden senn af embætti. Atkvæðafjölgun hans stingur í augu. Kosning hans 2020 var afar sérstök svo vægt sé til orða tekið. Joe Biden jók fylgi 2020 um 16-20 milljónir atkvæða; 16M meir en Clinton 2016 og 19.3M umfram Trump. Í Covid var skelfing tendruð í brjóstum fólks. Um 90% íbúa Bandaríkjanna voru sendir heim í einangrun, yfir þrjú hundruð milljón manns. Í Ameríku voru póstkvæði prentuð í tugmilljónavís. Heimildamyndin 2000Mules; 2000Burðardýr eftir Dinish DSouza afhjúpaði Mail-in-Ballot svikin sem falsmiðlar hafa þaggað og dómstólar spilað aðra fiðlu. Ég hef nokkrum sinnum sagt frá því sem gerðist en RÚV setur tóninn á landinu bláa og lýgur öllu sem logið verður um helstu stórmál okkar tíðar.
KOSNINGASVIKIN & HÆLISMÁL OPNUÐU AUGU
Kosningasvik demókrata hafa verið landlæg en keyrðu um þverbak 2020. Augu Bandaríkjamanna hafa opnast. Rannsókn á valdaráninu 2020 fer í gang og umbætur verða gerðar á framkvæmd kosninga. Einbeittasta tilraun til að skipta um þjóð fór fram í tíð Biden/Harris +/-25 milljón hælisleitendur teknir inn landið. Kosningasvik, hælismál og óðaverðbólga gengu fram af þjóðinni sem fylkti sér að baki Trump þrátt fyrir aðför að persónu hans.
Ár Millj./frambj. Millj./frambj.
2000 50.4 Bush 50.9 Gore
2004 62.0 Bush 59.0 Kerry
2008 69.4 Obama 59.9 McCain
2012 65.9 Obama 60.9 Romney
2016 62.9 Trump 65.8 Clinton
2020 81.2 Biden 74.2 Trump
2024 73.5 Trump 69.2 Harris
KLUKKAN GLYMUR ÞEIM SEM ÁBYRGÐ BERA
Þegar kom fram nótt var Trump yfir í svokölluðum sveifluríkjum; swing states 2020 gegn Biden. Í Pennsylvaníu um 7-800 þúsund atkvæði. Þá var talningastöðum lokað, talningafólk repúblikana rekið út, gluggar birgðir, dyrum læst, póstbílar keyrðu inn mail-in-ballot. Það skipti engu þó svikin færu fram fyrir opnum tjöldum því falsmiðlar þögguðu. Biden var lýstur sigurvegari Pennsylvaníu. Sömu svik blöstu við í Georgíu. Þess vegna mótmælti yfir milljón manns við valdaskiptin 2021. FBI opnaði þinghúsið og hátt í þúsund manns hafa verið fangelsaðir en falsmiðlar þagga. Biden hélt aldrei marktækan kosningafund. Seníll karlinn staulaðist upp úr kjallaranum í Delaware sem forseti. Þetta var valdarán Coup dEtat. Til varð hugtakið kosningaafneitun; Election Denial og málið útrætt og haldið áfram með covid, styrjaldir og hælisbransann. Það er athyglivert að mikill fjöldi kom saman í Lundúnum til að fagna sigri Trump; We Love Trump kyrjaði fólkið, falsmiðlar þagga. En augu Evrópu eru að opnast, þó Ísland sé í helgreipum RÚV. Klukkan glymur þeim sem ábyrgð bera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2024 | 19:41
Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
Þann 10. október fór ég í viðtal við Björn Þorláksson við Rautt borð Samstöðvar Gunnars Smára Egilssonar leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands. Þar fjallaði ég um svokallað fósturvísamál. Tæknifrjóvgun hjóna Gunnars Árnasonar og Hlédísar Sveinsdóttur á árunum 2008-2010. Stuldur Art Medica á 19 fósturvísum, innbrot 109 lækna 3.250 sinnum í sjúkraskrár hjónanna ásamt yfirhylmingum Landspítala, Landlæknis og Persónuverndar. Beiðni hjónanna um einfaldar DNA rannsóknir 11 barna um uppruna leiddu til ofsókna lögreglu- og saksóknara. Þar á meðal kröfu um 4 ára fangelsi yfir mér og ævilangt ferðabann um Reykjavík og Garðabæ.
Einföld athugun Gunnars Smára
Hjónin voru grunlaus þar til 21. desember 2021 að uppljóstrari úr Landspítala upplýsti þau um afbrot Art Medica. Björn kvaðst aldrei á sínum ferli hafa tekið annað eins viðtal og myndi fylgja því eftir. Það gerðist ekki, þvert á móti gaf GSE út yfirlýsingu 28. október um
einfalda athugun á hluta fullyrðinga Halls varð strax ljóst að þær stóðust ekki. Hjónin hafa gefið út yfirlýsingu um að Gunnar Smári hafi ekki sett sig samband við þau. GSE tók út viðtalið af Samstöðinni.
Hið ógeðslega Djúpríki
Fyrir fimm árum vöktu ummæli Styrmis heitins Gunnarssonar ritstjóra vinar míns mikla athygli þegar hann skrifaði um ... ógeðslegt ... Djúpríki. Umræða um Djúpríki hefur farið sem eldur um sinu. Tveir helstu bakhjarlar Sósíalistaflokksins eru tveir af ríkustu mönnum landsins, þeir Kári Stefánsson í DeCode og Sigurður Gísli Pálmason í Íkea. Frá þessu var skýrt í kjölfar borgarstjórnakosninga 2022. Tvær helstu sögupersónur Fósturvísamálsins eru Kári Stefánsson og Sigurður Gísli. Það væri ekkert fósturvísamál ef ekki væri De Code. Sigurður Gísli er afi eins barnsins. Úr þeirra ranni kom krafan um að mér yrði varpað í 4ra ára fangelsi og settur í ævilangt farbann um Reykjavík og Garðabæ. Einföld athugun GSE voru símtöl frá Kára og Sigurði Gísla: Þarna er ekkert að sjá. Djúpríkið hafði talað og GSE hlýtt.
Almennt talað ratast GSE ekki satt orð á munn, jafnvel vefst honum tunga um tönn um einfaldan gjörning eins og bjóða sig fram til Alþingis. Hann er oddviti sósíalista í Reykjavík norður vegna þess að Sanna Mörtudóttir borgarfulltrúi lagði fram bón um það! Nú stefnir Sósíalistaflokkur GSE á hlutdeild í 4 milljörðum sem stjórnmálaflokkarnir úthluta sjálfum sér af fjárlögum.
Jón Ásgeir & bróðir utanríkisráðherra
Fólk man fjósamennsku GSE sem ritstjóra Fréttablaðsins. Enginn mátti vita hver blaðið átti en í ljós kom að var Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus. Djúpríkið starfar að baki luktum dyrum þar sem vélað er um fjármagn. Sigurður Gísli og Jón Ásgeir eru svilar; báðir sögupersónur í Fósturvísamálinu. Athygli vakti þegar Skel; gamli Skeljungur nú fjárfestingafélag réð lítt þekktan mann sem forstjóra á ofurlaun. Stjórnarformaður Skeljar er Jón Ásgeir og maðurinn sem JÁJ réð heitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason. Hann er bróðir utanríkisráðherrans með mörgu nöfnin, Þórdísar Kolbrúnar Reykás Gylfadóttur. Þetta var sex vikum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Helsti tilgangur styrjalda er peningaþvætti. Dísa Reykás, Kata Jak og BjarniBen hafa gengið skörulega fram í styrjaldarvafstri svo furðu hefur vakið. Tugir milljarða kóna eru eyrnamerktir til vopnakaupa til Úkraínu, féð streymir stríðum straumum. Bróðir Dísu Reykás, ÁHRG fær 19 millur á mánuði ofan á milljarð í kauprétt. Af baki luktum dyrum gaf Dagur B. olíufélögunum milljarða lóðir. Það er svona sem Djúpríkið vinnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)